Opið bréf til lækna

frettinInnlendar1 Comment

Eftir Arnar Þór Jónsson lögmann og fyrrv. dómara. Greinin var fyrst birt í Morgunblaðinu 18.7.2022 

Í Grikklandi til forna tóku borg­ar­arn­ir virk­an þátt í stjórn rík­is­ins. Þeir sem sýndu þjóðmál­um viðfelldn­is­legt áhuga­leysi voru kallaðir idiotes , þ.e. flón. Margt í sam­tíma okk­ar kall­ar at­hygl­ina frá því dýr­mæta til hins fá­nýta, frá því mik­il­væga til hins hé­góm­lega. Nú sem oft áður er fé­lagsþrýst­ing­ur í til­tekna átt, sem jafn­vel krefst þess að við lát­umst ekki sjá hið aug­ljósa, sýn­um áhuga­leysi, séum í reynd flón . Þetta er um­fjöll­un­ar­efnið í því sem hér fer á eft­ir.

Flest­ir leit­ast við að njóta velþókn­un­ar sam­ferðamanna sinna, en hversu langt má ganga í þeim til­gangi að vera „viðfelld­inn“? Get­um við t.d. sýnt heilsu og ör­yggi okk­ar áhuga­leysi án þess að vera... flón? Mörg sam­fé­lög hafa lagt hvim­leiða ein­stak­linga á högg­stokk­inn í nafni fé­lags­legr­ar sam­heldni . Í nafni sam­stöðu hef­ur sann­leik­an­um oft verið fórnað. Sag­an sýn­ir að hætta er búin þeim sem í slíku and­rúms­lofti voga sér að halda spegli að ásjónu sam­fé­lags­ins til að sýna ljót­leik­ann. Við þær aðstæður verða hug­rakk­ir menn að bleyðum og kjósa að þegja frem­ur en að verða út­hrópaðir fyr­ir hroka, svik­semi o.s.frv. Hvar liggja þol­mörk rétt­lætis­kennd­ar­inn­ar þegar al­menn­ings­álitið krefst skamm­ar­legr­ar und­ir­gefni? Hvað seg­ir rödd sam­visk­unn­ar þegar stjórn­völd taka að hag­nýta sér ástandið, leyna upp­lýs­ing­um og af­baka þekkt­ar staðreynd­ir? Fylgj­um við þá meiri­hlut­an­um til illra verka? Hvers virði er allt okk­ar tal um frelsi ef all­ir eiga að ganga í takt, ef eng­inn má rjúfa sam­stöðuna, ef efa­semd­ir eru for­dæmd­ar, ef fólk má ekki orða hugs­an­ir sín­ar? Sag­an sýn­ir að of­stæki og þögg­un­ar­til­b­urðir fara hönd í hönd. Alræðis­ríki verða til þegar öfga­menn reyna að skapa hið full­komna sam­fé­lag. Í fram­kvæmd er þögg­un, frels­is­svipt­ingu og margþættu of­beldi beitt til að fram­kalla fylgispekt við mæli­kv­arða fyr­ir­mynd­ar­rík­is­ins. Í slíku and­rúms­lofti er sjálf­stæð hugs­un tal­in merki um and­fé­lags­lega hegðun.

Í nafni sam­stöðu hef­ur verið þrýst á að fólk láti sprauta sig með lyfja­blöndu gegn kór­ónu­veiru (C19), þótt ára­tuga­tilraun­ir til að þróa bólu­efni gegn slík­um veir­um hafi aldrei skilað not­hæfu bólu­efni. Til að dreifa at­hygl­inni frá þessu hef­ur skil­grein­ingu bólu­efna verið breytt í því skyni að fella um­rædd­ar lyfja­blönd­ur í þann flokk; horft hef­ur verið fram hjá því að fram­leiðsla lyfj­anna bygg­ist á nýrri tækni; lítið hef­ur verið gert úr þekkt­um fylgi­kvill­um; litið hef­ur verið fram hjá vís­bend­ing­um um al­var­leg­ar auka­verk­an­ir og fáir treysta sér til að kvarta; samn­ings­ákvæði um friðhelgi lyfja­fyr­ir­tækj­anna hafa ekki þótt rétt­læta spurn­ing­ar um ör­yggi lyfj­anna; sí­lækk­andi töl­ur um dán­artíðni smitaðra hafa enn ekki fram­kallað yf­ir­vegað áhættumat gagn­vart auka­verk­un­um lyfj­anna.

Ef fram­an­greind­ar at­huga­semd­ir um ör­yggi lyfj­anna duga ekki til að slíkt áhættumat sé fram­kvæmt, ættu efa­semd­ir um ár­ang­ur þeirra að fram­kalla slíkt mat: Lyf­in hindra ekki smit; óvissa rík­ir um end­ing­ar­tíma þeirra, auk þess sem vís­bend­ing­ar eru nú komn­ar fram í Kan­ada og Hollandi um að tvísprautaðir séu lík­legri til að leggj­ast inn á sjúkra­hús vegna C19 en ósprautaðir og auk þess lík­legri til að deyja úr C19. Sama töl­fræði bend­ir til að þrísprautaðir séu álíka lík­leg­ir til að leggj­ast inn á sjúkra­hús og ósprautaðir, en auk þess jafn lík­leg­ir til að deyja vegna C19. Þess­ar töl­ur eru ald­urs­leiðrétt­ar hlut­fallstöl­ur, þ.e. fjöldi í hverj­um hópi skipt­ir hér ekki máli.

Á sama tíma og sí­fellt fleiri lækn­ar er­lend­is kalla eft­ir gögn­um sem rétt­læta notk­un um­ræddra lyfja út frá sjón­ar­miðum um ör­yggi og ár­ang­ur, hafa lækn­ar og ráðamenn hér­lend­is jaðar­sett sjón­ar­mið um yf­ir­ráðarétt fólks yfir eig­in lík­ama og hvatt fólk til að fara í fjórðu spraut­una. Und­ir­ritaður hef­ur ít­rekað kallað eft­ir því að ís­lensk­ir lækn­ar svari því op­in­ber­lega hvort svo­nefnd bólu­efni gegn C19 séu ör­ugg og ár­ang­urs­rík. Þeim áskor­un­um hef­ur verið svarað með ær­andi þögn. Áður en lengra verður haldið með fé­lagsþrýst­ingi og tali um „rang­snú­inn rétt“, er hér enn kallað eft­ir slíkri yf­ir­lýs­ingu frá þeim sem harðast hafa gengið fram í að aug­lýsa um­rædd lyf. Skýra þarf hvort menn hafa mælt slíkt fram sem lækn­ar eða dul­bún­ir lyfsal­ar. Í fram­haldi þarf að ræða heiðarlega um bein og óbein áhrif lyfja­fyr­ir­tækja, eig­enda sam­fé­lags­miðla og annarra hags­munaaðila á það sem á að heita lýðræðis­leg og ábyrg stefnu­mörk­un ís­lenskra yf­ir­valda í þágu lýðheilsu og al­manna­heilla.

Birt með leyfi höfundar.

One Comment on “Opið bréf til lækna”

  1. Aðgerðir gegn Covid snérust aldrei um að vernda heilsu fólks, valdaelítan vildi sýna vald sitt og þeim tókst það með hjálp fjölmiðla.

Skildu eftir skilaboð