Fréttaskýring: Af hverju kaus fólkið innrásarliðið?

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál10 Comments

Erna Ýr skrifar: Um aðdraganda og ástæður atkvæðagreiðslunnar í Donbass/Úkraínu og niðurstöðu sem ef til vill kom mörgum á óvart. Forsíðumyndin er frá Moskvu, en verið var að undirbúa framkvæmd niðurstöðu kosninganna um inngöngu í Rússneska ríkjasambandið og ávarp Pútíns á Rauða torginu sl. föstudag.

Seint á árinu 2013 hófust mótmæli í Kænugarði og víðar í Evrópu, sem enduðu með því að löglega kjörnum stjórnvöldum í Úkraínu var kollvarpað í febrúar 2014. Kveikjan að þeim var m.a. að forsetinn Viktor Yanukovych hafði skyndilega ákveðið að snúa sér til Rússlands og Evrasíuríkjanna með samninga um viðskipti, vegna þrýstings um óhagstæðari samninga við Evrópusambandið. Þetta mislíkaði Evrópusinnum og bandarískum embættismönnum, sem efndu til þess sem kallað er „litabylting“ á Maidan-torginu í Kænugarði og víðar. Maidan-byltingin 2014 var framhald á öðrum minna afdrifaríkum tilraunum til stjórnarskipta á svæðinu frá falli Sovétríkjanna.

Mótmælin á Maidan-torgi enduðu með stjórnarskiptum.

Bandarískir embættismenn taka þátt?

Litabyltingar (e. Colour Revolutions) eru fyrirbæri sem notuð eru til að æsa almenning upp yfir einhverju sem stundum geta verið réttmætar kröfur eða góður málsstaður, en í bakgrunninum er tilraun erlendra ríkja eða annarra hagsmunaaðila til að skipta um stjórnvöld eða kollvarpa samfélögum. Líta má eina slíka í bígerð t.d. í Íran þessa dagana, undir formerkjum kvennabaráttu. Bandarískir stjórnmála- og embættismenn létu sig heldur ekki vanta á Maidan-torgið. Sendiherra Bandaríkjanna, Geoffrey Pyatt, og Victoria Nuland, aðstoðar-utanríkisráðherra Bandaríkjanna í málefnum Evrópu og Evrasíu, tóku þátt. Frægt er að Nuland mætti og útdeildi smákökum til mótmælenda á torginu. Bandaríski þingmaðurinn John McCain ávarpaði mótmælendur, sem er sérstakt. Utanríkisráðherrann John Kerry ferðaðist til Kænugarðs. Ískyggilegir menn blönduðust fólkinu á torginu. Mótmælin höfðu byrjað friðsamlega, en svo fóru „einhverjir“ að skjóta, mannfall varð, stjórnvöldum var kennt um og mótmælin stigmögnuðust í blóðuga byltingu með meira mannfalli. Yanukovych flúði land.

Hátt settir bandarískir embættismenn tóku þátt í mótmælum gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í Úkraínu árið 2014. Þarna er Victoria Nuland með kökurnar sem hún útbýtti til fólksins.

Rússnesk tunga og menning urðu óvelkomin

Fljótlega var skipaður nýr forseti til málamynda, Oleksandr Turchynov, hlynntur „Evrópuvalkostinum“, eins og eftirmaður hans Petro Poroshenko sem hlaut kjör í embætti um seint um vorið. Íbúum í suður- og austurhéruðum Úkraínu leist ekki á blikuna og risu upp, enda höfðu þeir horft upp á valdaránið í Kænugarði og uppgang nazista og öfgaþjóðernissinna í vestur- og miðhluta landsins, sem á sorglega sögu tengda því. Þeir áttu þegar fulltrúa á þinginu og í stjórnkerfinu. Poroshenko sagði að andófsmenn yrðu framvegis annars flokks borgarar sem yrðu að „fela sig í kjöllurum“. Það stóð heima, við tóku ofsóknir öfgasveita og öryggislögreglu Úkraínu (SBU) gegn gagnrýnisröddum. Úkraínskir öfgaþjóðernissinnar ferðuðust frá vesturhlutanum suður til Odessa 2. maí 2014. Í brýnu sló á milli þeirra og rússneskumælandi íbúa Odessa, sem hröktust inn í Verkalýðshúsið. Lögreglan gerði ekkert á meðan 42 manns voru brennd þar inni af þjóðernissinnum. Enn hefur enginn verið sóttur til saka vegna málsins.

Enginn hefur enn verið sóttur til saka í Úkraínu fyrir að brenna 42 manneskjur inni fyrir 8 árum.

Gripið til örþrifaráða

Krímverjar, sem langflestir eru Rússar, biðu ekki boðanna og héldu þjóðaratkvæðagreiðslu strax í mars 2014 um sjálfstæði (Republic of Crimea, RC). Einnig um aðild að Rússneska ríkjasambandinu, sem sem viðurkenndi og samþykkti landið inn með hraði, enda er rússneski Svartahafsflotinn með aðstöðu í Sevastopol og flugvöll í Simferopol á Krím. Viðbrögð Vesturlanda voru að hrópa „falskosningar“ og „innlimun“, rétt eins og nú, og setja viðskiptaþvinganir á Rússland. Viðbrögð úkraínskra stjórnvalda voru að loka fyrir allt vatn til Krímskagans, sem olli því að fólk gat ekki lengur ræktað matvæli þar. Vatninu var veitt aftur á svæðið á þessu ári þegar sérstök hernaðaraðgerð Rússlands hófst í Úkraínu.

Austurhéruðin Lugansk og Donetsk, svokölluð Donbass-héruð, lýstu yfir sjálfstæði eftir að hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 2014, og heita síðan þá Lugansk Peoples Republic (LPR) og Donetsk Peoples Republic (DPR). Bandarísku þingmennirnir Graham og McCain hvöttu Obama-stjórnina til að vígbúa Úkraínu gegn „aðskilnaðarsinnunum“ í austri og Rússlandi. Úkraínsk stjórnvöld sendu hersveitir á svæðið til að berja uppreisnina niður. Íbúarnir gripu til vopna og hafa varist síðastliðin átta ár, með mannfalli upp á 14-15 þúsund manns, í borgarastyrjöld sem Vesturlönd þegja þunnu hljóði yfir. Stríðsglæpir, pyntingar og morð hafa átt sér stað á báða bóga samkvæmt skýrslu Amnesty International þar um.

Hver á Úkraínu?

Frá falli Sovétríkjanna hafa erlendir auðhringar og ólígarkar keypt tvo þriðju hluta af öllu landsvæði í Úkraínu. Landið er auðugt af verðmætum, eins og til að mynda hinni frægu „svörtu mold“ á endalausum víðáttum ræktarlands. Eins er að finna þar kolanámur, gas og olíu, auk verðmætra málma og verksmiðja. Bandarísk fyrirtæki eins og Monsanto hafa viljað gera tilraunir með og rækta þar erfðabreytt matvæli og dýr. Lyfjafyrirtæki og sýklarannsóknastofur hafa gert tilraunir á fólki gegn greiðslu og á sjúklingum á geðveikrahæli í Kharkov. Sonur varaforseta, en síðar forseta Bandaríkjanna, Hunter Biden, var skipaður í stjórn risaorkufyrirtækisins Burisma. Úkraína hlaut þann vafasama heiður að verða spilltasta land Evrópu.

Úkraína hefur ekki verið til mjög lengi í þeirri mynd sem hún var í ársbyrjun 2014. Lenín stækkaði hana með því að splæsa rússneskum suður- og austurhéruðunum við árið 1922. Síðan tók Stalín vesturhlutann í Seinni heimsstyrjöldinni, en hann hafði áður tilheyrt Póllandi og Austurrísk-Ungverska keisaradæminu. Að lokum hengdi Krútsjév rússneskum Krímskaganum á hana árið 1954. Af þessum sökum er þjóðin og tungumálið ólíkt eftir því hvar drepið er niður fæti á landakortinu.

Myndir segja meira en mörg orð um deilur í Úkraínu.

Kortið gefur vísbendingar um uppruna og tungumál fólks í Úkraínu. Myndin er af Wikimedia Commons og stemmir við Mercator kort. Erfitt er orðið að finna áreiðanleg kort vegna deilnanna.

Vonarstjarna skein í skamma stund

Skyndilega birtist sjónvarpsmaður sem gerir vinsæla sjónvarpsþætti í léttum dúr um réttsýnan kennara sem verður forseti landsins til að uppræta spillingu. Fljótlega bauð hann sig fram til forseta og hlaut afgerandi kjör. Hann lofaði að eyða spillingu og hætta að berjast við íbúa austurhéraðanna. Almenningur þusti til að kjósa hann með von um breytingar til batnaðar. Einungis vestasti hluti Úkraínu kaus Poroshenko í meirihluta.

Maðurinn er Volodomyr Zelensky. Fljótlega komst hann að því að nazistabullurnar höfðu komið sér kyrfilega fyrir í hernum og víða í stjórnkerfinu, til að mynda í embætti lögreglustjórans á Kænugarðs-svæðinu. Þegar hann ferðaðist austur og krafðist þess af vígamönnum að látið yrði af átökum við Donbass-liða í austurhlutanum, hlógu þeir upp í opið geðið á skemmtikraftinum vinsæla. Hann komst í embætti forseta með hjálp skuggalegs og valdamikils velgjörðamanns, sem áður hefur verið fjallað um. Til viðbótar voru vestræn peninga- og stjórnmálaöfl með sína hagsmuni að hræra í pottinum. Við blasti algert valda- og ráðaleysi gagnvart barnalegum loforðum. Leikarahæfileikarnir hafa þó nýst honum vel í starfinu.

Athygli vakti þegar Zelensky ávarpaði gríska þingið ásamt tveimur Azov-vígamönnum. Margir þingmenn gengu út. Eftir það birtist hann á bíótjaldi á Alþingi Íslendinga.

Vígbúnaðarkapphlaup í átta ár

Úkraína hefur vígbúist frá árinu 2014 með aðstoð og fyrir tilstilli Bandaríkjanna og NATO. Landið var komið með næststærsta og þjálfaðasta her Evrópu á eftir Rússlandi. Herinn taldi 361 þúsund manns (tölum ber ekki saman). Á móti eru vísbendingar um að Rússland hafi styrkt Donbass-liða frá 2015. Undirbúningur var hafinn að því að brjóta uppreisn íbúanna í Donetsk (Peoples Republic) og Lugansk (Peoples Republic) á bak aftur í eitt skipti fyrir öll. Sögur fóru á kreik um að árás Úkraínuhers á Donbass skyldi hefjast í mars 2022 (séð á Telegram) og rússneski herinn safnaðist upp við landamærin. Pútín undirritaði viðurkenningu á sjálfstæði ríkjanna 21. febrúar 2022. Ríkin sendu neyðarkall um aðstoð til Rússlands tveimur dögum seinna vegna vaxandi sprengjuárása úkraínska hersins á svæðið dagana á undan. Hin sérlega hernaðaraðgerð Rússlands hófst morguninn eftir þann 24. febrúar 2022.

Um miðjan febrúar margfaldaðist fjöldi sprengja sem Úkraínuher varpaði á íbúa Donbass.

Aðgerðin virtist hefjast með þekktu herbragði. Byrjað var t.d. með loftárásum á herflugvelli og ráðist var inn á mörgum svæðum, til að draga herlið og búnað Úkraínu á dreif frá austurhlutanum þar sem það hafði safnast saman. Herir DPR og LPR hafa þó borið hitann og þungann af bardögum á víglínunni sjálfri með aðstoð Kósakka, Tétjena, Tuvana o.fl. hermdarverkamanna (e. paramilita) auk Wagner Group o.fl. málaliða. Úkraína berst með sínum eigin her, hermdarverkamönnum, ýmsum sveitum öfgaþjóðernissinna (Azov Battalion, Aidar Battalion, Right Sector, Kraken, Carpathian Sich o.fl.), NATO og erlendum málaliðum. 

Hvernig verður framhaldið?

Ýmsir vilja álykta að Rússland vilji hernema Kænugarð og jafnvel landið allt, en blaðamaður hefur litla trú á að raunverulegur áhugi sé fyrir því, vegna andstöðu almennings eftir því sem vestar dregur. Hersveitir Rússlands eru horfnar frá öðrum svæðum en þeim sem nú kusu í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Erfitt er því að segja til um hvort fleiri svæði í landinu sækist eftir sjálfstæði og inngöngu í Rússneska ríkjasambandið eða hvort að hér verði staðar numið. Vesturlönd keppast við að fordæma Pútín og Rússland, og dreifa samsæriskenningum um „heimsyfirráðastefnu Pútíns“ til að hræða evrópskan almenning. Þannig hafa leiðtogarnir tæmt vopnageymslur og ausið peningum skattgreiðenda í „aðstoð“ til Úkraínu. Til viðbótar hafa þeir raðað á Rússland viðskiptaþvingunum og -bönnum í bræði sinni, eða eftir skipun dagsins frá Bandaríkjaforseta.

Orðræða leiðtoganna er orðin reiðileg og full af stóryrðum. Þarna komst Joe Biden í fréttir fyrir háværan reiðilestur um MAGA (Make America Great Again) hreyfingu Bandaríkjamanna.

Skákað í skjóli aflsmunar

Íbúar smáríkjanna DPR og LPR, auk héraðanna Kherson og Zaporozhye, fengu tóm til að halda þjóðararkvæðagreiðslu undir vernd sameinaðra hersveita bandamanna sinna, og ákváðu að koma sér í skjól hjá Rússneska ríkjasambandinu. Pútín hefur heitið því að bregðast við með „öllum möguleikum“ sem hann hefur til ráðstöfunar, verði á það ráðist. Þannig vonast íbúar nýju smáríkjanna fjögurra eftir langþráðum friði, eðlilegu lífi og efnahagslegum bata í skjóli inngöngunnar ríkjasambandið. Líklega verður það Evrópa sem situr eftir eins og Litla stúlkan með eldspýturnar, og Úkraína þarf að moka yfir heila kynslóð ungra karlmanna. Ef deilan magnast enn upp úr þessu veit enginn hverjir fleiri gætu dregist inn í átökin.

Til hvers er barist?

Fyrir hverju er þá barist? Mögulega gríðarlegum hagsmunum vopnasala og vestrænu auðhringanna sem keyptu meirihlutann af Úkraínu upp. Korndeilan hefur þannig m.a. snúist um verðmæti í eigu risafyrirtækja og sjóða, en ekki endilega úkraínskra bænda. Einnig til að „halda andlitinu“ auk alþjóðapólitísks metnaðar Bandaríkjanna, Bretlands og NATO sem stendur í þá átt að ná heimsyfirráðum (e. Unipolar World). Með stórveldin Rússland og Kína í spilinu fá þeir ekki að stunda nýlendustefnu sína ótrauðir áfram, hvar og hvenær sem er. Af þessum sökum nýtur Rússland stuðnings á alþjóðavettvangi, en um það bil 150 af um það bil 195 ríkjum í heiminum kjósa ýmist hlutleysi eða styðja Rússland í deilunni. Rússneska þjóðarbrotið og rússneskumælandi Úkraínumenn úr röðum aðskilnaðarsinna eru hinsvegar að berjast fyrir tilvist sinni.

Rússland á marga stuðningsmenn til dæmis í Afríku.

Sorgarsaga sem verður að ljúka

Af hverju samþykkja Úkraínumenn að berjast á þessum forsendum? Gríðarlegum áróðri er beitt eins og alltaf þegar ríki eiga í átökum og kvaðning er gefin út. Fyrstir urðu þeir til, sem gegnsósa eru af þjóðernisofstæki sem þeim hefur verið innrætt frá barnæsku. Úkraínustjórn opnaði fangelsin þegar innrásin hófst og hleypti dæmdum hrottum út gegn því að fara á víglínuna. Athyglissjúkir ævintýramenn ferðuðust á svæðið víða að úr heiminum til að fara í byssuleik og drepa fólk gegn greiðslum til málaliða. Það er auðvelt að etja fíflunum á foraðið. Aðrir eru eltir uppi og sendir á víglínuna óttaslegnir eða gegn vilja sínum. Sorglegast er í raun að Úkraínumenn eru látnir drepa aðra Úkraínumenn, og vel er hugsanlegt að ættingjar og vinir séu sitt hvoru megin við víglínuna að berjast.

Ungir menn báðumegin víglínunnar liggja þúsundum saman í kirkjugörðunum.

Af hverju samþykkir almenningur á Vesturlöndum þessa vitleysu með fánum og fagnaðarlátum? Af því að stjórnmálamenn, embættismenn og fjölmiðlar hafa brugðist þeim. Slík er þjónkunin og undirlægjuhátturinn við alþjóðlega klíku ofsaríkra, gráðugra siðblindingja og pólitíska örvita. Ísland er því miður engin undantekning, eins og við höfum fengið að sjá.

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

10 Comments on “Fréttaskýring: Af hverju kaus fólkið innrásarliðið?”

  1. Ágætis fréttaskýring, nokkuð sem aðrir fréttamiðlar vilja ekki koma á framfæri við almenning. Áróður valdaelítunnar er það eina sem má heyrast. Valdaelítan hefur lengi haft horn í síðu Rússlands og notað Úkraínu sem peð í því valdatafli. Í dag sendir valdaelítan vopn fyrir tugi milljarða dollara til að halda úti þessu stríði. Landamæri Úkraínu skulu varin með öllum ráðum (á sama tíma standa landamæri Bandaríkjanna óvarin gagnvart innrás ólöglegra innflytjenda, það er víst í lagi!). En er fólk virkilega tilbúið að taka þeim afleiðingum sem valdabrölt yfirstéttarinnar getur haft í för með sér? Það gæti styst í Þriðju Heimsstyrjöldina!

  2. Góð grein, góð lesning.

    Má bæta við Minsk Agreement frá 2015 sem Úkraníumenn stóð ekki við og Frakkland og Þýskaland stóðu ekki við að vernda á neinn hátt.

    Blackrock og Vanguard hafa verið að kaupa upp heilmikil ræktunarlönd á krónur.

    Ekki má gleyma allar þessar tilraunastofur sem USA hafa verið að að fjármagna nálægt landamærum Rússa.

    Nú er bara spurning hvað gerist fyrir 8. Nóvember kosningarnar í USA. Ef Globalistarnir eru að sprengju upp gas leiðslur á alþjóðlegu hafsvæði þá megum við búast við hverju sem er .. jafnvel dirty bomb.

  3. Mjög vel skrifuð grein, sem friðarsinni, sósíalisti og andstæðingur heimsvaldastefnu Nato, ESB og USA þá þykir mér nóg um einstefnu- og kranablaðamennsku meginstraumsfjölmiðla. Það ætti aldrei að trúa meginstraumsfjölmiðlum gagnrýnislaust. Takk fyrir að deila öllum þessum heimildum.

Skildu eftir skilaboð