Nemendur í Harvard þurfa allt að fimm Covid-sprautur

frettinBólusetningar, ErlentLeave a Comment

Ivy League skólarnir svokölluðu í Bandaríkjunum neita enn að kenna nemendum í eigin persónu sem ekki hafa fengið nýjasta skammtinn af „Covid bóluefni“.

Harvard, Yale, Kólumbía og Pennsylvanía háskólarnir eru með ströngustu „bólusetningaskylduna,“ sem gerir það að verkum að það er skilyrði fyrir inngöngu að hafa fengið nýjasta „tvígilda örvunarskammtinn.“ Þessi skylda á ekki við umstarfsfólkið, a.m.k. ekki í Harvard.

Þetta þýðir að nemendur í þessum skólum sem hafa fengið fjórar af fyrri sprautunum þurfa að bæta við þeirri fimmtu til að geta haldið áfram námi sínu. Fyrri Covid sýkingar nemenda eru ekki teknar gildar.

Hinir Ivy League háskólarnir gera kröfu um að minnsta kosti tvær sprautur, og sumir nemendur þurfa að hafa fengið „örvunarskammt“.

Margir sérfræðingar sögðu DailyMail.com að þessar kröfur væru fáránlegar og óvísindalegar þegar vitað væri að bóluefnin komi ekki í veg fyrir smit.

Til dæmis sagði Robert Moffit, háttsettur rannsóknaraðili við Heritage Foundation í Washington DC „að það væri engin vísindaleg réttlæting fyrir Harvard eða aðra háskóla að þvinga heilbrigt ungt fólk til að fá Covid bóluefni.“

Hann sagði: „Sönnunargögnin eru yfirgnæfandi: ungt og heilbrigt fólk hefur staðið frammi fyrir afar lítilli hættu á alvarlegum veikindum, sjúkrahúsvist og dauða vegna Covid-19. „Bóluefnið hefur í raun í för með sér smávegis áhættu, sérstaklega hjartavöðvabólgu hjá ungum karlmönnum. Þegar læknisfræðilegu inngripi fylgir persónuleg áhætta, þar á meðal bólusetningar, er það siðferðisleg skylda að manneskjan hafi frjálst val en sé ekki þvinguð af hálfu stofnana.“

Nánar má lesa um málið í Daily Mail.

Skildu eftir skilaboð