Fréttin fer í sumarfrí: Opið bréf frá ritstjóra

frettinInnlent, Ritstjórn2 Comments

Kæri lesandi,

síðustu tvö ár hafa verið mjög viðburðarík og margt hefur breyst til hins betra á þessum tíma. Það er óhætt að segja að Fréttin.is hafi náð að opna augu almennings og verið aðhald bæði fyrir stjórnvöld og meginstraumsmiðla, þegar kemur að ýmsum málum.

Þegar ég stofnaði Fréttina þá var tilgangurinn að stofna miðil gegn pólitískum rétttrúnaði (e. woke) sem mér fannst þá orðinn yfirþyrmandi í samfélaginu. Merkilegt er að segja frá því að þrátt fyrir allt, þá hefur „woke-ið“ færst í aukana. Fyrir þá sem ekki skilja, einkennist woke-hugmyndafræðin af meðvirkni með alls kyns óheiðarleika og úrkynjun sem er orðin áþreifanleg á hinum ýmsu sviðum, má þar nefna slaufunarmenninguna sem dæmi.

Svo kom Covid, mikil upplýsingaóreiða flæddi um og óttastjórnun tók við, en það þóttu meginstraumsmiðlum engar fréttir, okkur fannst það athyglisvert og þótti ástæða til að kafa dýpra.

Meðvirkni með lyfjarisum og misvitrum embættis- og stjórnmálamönnum var verulega áberandi og óhugnanleg á þessum tíma, ekki síst á meðal ríkisstyrktu miðlanna, sem að stunduðu róttæka óttastjórnun og hræðsluáróður í samfloti með yfirvöldum.

Varðandi Fréttina, þá er eftirminnilegast þegar við Þórdís heimsóttum frændur okkar í Færeyjum og við tókum viðtal við Kaj Leo Johannesen heilbrigðisráðherrann þar í landi, ásamt Jenis Kristjan Av Rana, sem var þá utanríkis-, menntamála- og menningarmálaráðaherra, og jafnframt er læknir. Ýmislegt merkilegt kom í ljós sem skipti sköpum fyrir umræðuna, nokkrum dögum eftir að við birtum viðtölin, tilkynnti Þórólfur að öllum sóttvarnaraðgerðum yrði hætt, tilviljun? Hvað sem því líður þá voru viðtölin vissulega fræðandi og sýndu öfgana hér á landi í þessum málum sem öðrum. Þá er óneitanlega eftirminnilegt þegar vinnuferð mín var stöðvuð um borð í vél Icelandair, þegar ég var á leiðinni til Rússlands að fylgjast með kosningum þar í landi, og þar sem frægasta taska landsins kom við sögu.

Þá er einnig vert að minnast á hina mögnuðu Spotlight -ráðstefnu sem Fréttinni var boðið á í Stavanger Noregi, þar hittist fólk víðs vegar að úr heiminum, sem öll eiga það sameiginlegt að hafa séð í gegnum áróður lyfjarisana og meginstraumsmiðla. Fleiri lönd en Ísland stunduðu óttastjórnun og hræðsluáróður en það var mjög áberandi á Vesturlöndum.

Fólkið sem sótti ráðstefnuna kom úr öllum stigum samfélagsins, allt frá bloggurum og blaðamönnum, til lækna, lögmanna og stjórnmálamanna. Þetta fólk á það sameiginlegt að hafa verið útskúfað fyrir það eitt að benda á ýmsa vankanta þegar kom að Covid aðgerðum og settu spurningarmerki við Covid bóluefnin, sem veittu enga vörn en hafa gífurlegar aukaverkanir samanborið við eldri og reyndari bóluefni.

Þess má geta að bandaríski forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy Jr. er meðlimur í samtökunum Childrens health defence, sem stóðu m.a.að ráðstefnunni og er hluti af þessum hópi vakandi fólks. Hann er talinn líklegur til að skáka núverandi Bandaríkjaforseta Joe Biden í næstu forsetakosningum, sem sagður er vera að syngja sitt síðasta vegna aldurs, svo ekki meira sé sagt.

Sérstaklega vil ég svo þakka Þórdísi Björk og Ernu Ýri fyrir sín framlög til Fréttarinnar og ótrúlega þolinmæði sem er virðingarverð. Við höfum öll lagt okkur fram, mest í sjálfboðaliðavinnu, til að miðla fleiri sjónarmiðum til almennings, en við teljum mikla þörf á því í samfélaginu. Fréttin hefur greitt eftir bestu getu, náð að fjárfesta í upptökubúnaði og einnig náð að fjármagna þessar mikilvægu utanlandsferðir fyrir blaðamenn sem opnaði margar dyr, og ég er ævinlega þakklát fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur borist frá ykkur kæru lesendur.

Þá vil ég einnig þakka öllum þeim lausapennum og bloggurnum sem hafa lagt hönd á plóg, við höfum haft fjölbreytta penna sem hafa auðgað umræðuna og hafa komið með ýmis sjónarhorn sem sjást ekki á meginstraumsmiðlum. Sérstakar þakkir fá einnig auglýsendur.

Nú er svo komið að sjóðurinn er að tæmast og mikilvægt er að tryggja áframhaldandi fjármagn til að geta haldið rekstrinum gangandi. Ég mun því á næstu dögum og vikum leggja allt púður í að reyna tryggja reksturinn.

Dagurinn í dag er góður til að taka frí í ljósi þess að Fréttin.is var stofnuð þann 1. september 2021, ég hef því ákveðið að gefa Fréttinni sumarfrí í einn mánuð þangað til hún á tveggja ára afmæli, og vonandi mun ég þá hafa góðar fréttir varðandi framhaldið.

Það er gaman að segja frá því að erlend síða sem mælir umferð inn á stærstu fréttamiðla á Íslandi er komin með okkur á listann, og þar er hægt að skoða Fréttina samanborið við aðra miðla.

Það kom mér verulega á óvart að skoða þessa síðu, en þar kemur ýmislegt spennandi í ljós fyrir Fréttina. Kerfið sýnir að Fréttin.is er á mikilli siglingu samanborið við stærstu miðla landsins þar á meðal ríkisfjölmiðilinn RÚV. Fréttin er eini miðillinn sem sýnir græna tölu uppá við, aðrir miðlar sína tölurnar lækkandi varðandi umferð og sýna þá rauða tölu, hægt er að skoða þessa síðu hér og bera saman allar síður á Íslandi og víðar. Þá bárum við okkur saman við smærri sambærilegri miðla og þar er Fréttin á toppnum sem hljóta að teljast miklar gleðifréttir fyrir miðilinn. Sjá hér:

Tölurnar sýna að Fréttin er með 135% aukningu heimsókna inn á síðuna, en RÚV er hinsvegar rauð tala niður. Á þessari mælingu má sjá að það er klárlega pláss fyrir miðil eins og Fréttina, og við erum í sóknarfæri það er ljóst, og því spennandi tímar framundan fyrir ferskan miðil eins og slagorðið okkar segir til um. Þá er einnig vert að geta þess að Frettin.is er ekki einungis lesin á Íslandi heldur um allan heim, og eru til að mynda þúsundir fastra lesenda í hverjum mánuði hjá okkur víðsvegar um veröldina.

Síðast en ekki síst vil ég þakka þér kæri lesandi fyrir stuðninginn og hvatninguna, án þín hefði þetta ekki verið hægt, margt smátt gerir eitt stórt eins og sagt er, takk og aftur takk.

Að lokum þá væri kærkomið ef þú lesandi góður gætir stutt okkur um frjálst framlag, og myndi það framlag jafnframt nýtast vel. En eins og flestir vita þá er Fréttin ekki ríkisstyrktur miðill og hefur ekki miklar tekjur af auglýsingamarkaði, en ég hef fulla trú að rætist úr því með samstöðu, trú og trausti.

Það er langt í land með að taka á ýmsum meinum í okkar samfélagi, sem er mikilvægt að fái fjölmiðlaumfjöllun, því er afar brýnt að finna áframhaldandi samstöðu frá almenningi og fyrirtækjum.

Fjölmiðlaumfjöllun verður því í lágmarki þennan mánuðinn, en auðvitað verður tekið á móti aðsendum greinum og brýnum fréttum sem þurfa að komast strax í loftið.

Fréttin sendir hlýjar sumarkveðjur til ykkar kæru lesendur og stuðningsmenn málfrelsis og opinnar umræðu.

Kær kveðja

Margrét Friðriksdóttir
ritstjóri

Fréttin ehf.

Rnr: 1161-26-7011 Kt. 701121-0900


Viltu styðja Fréttina? 

Fréttin þarf á þér að halda. 

Fréttin er í eigu almennings og fær enga ríkisstyrki. 
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugan fjölmiðil.

Takk fyrir stuðninginn!

Styrkja

2 Comments on “Fréttin fer í sumarfrí: Opið bréf frá ritstjóra”

  1. Takk fyrir mig sömuleiðis, þið eigið svo margt gott skilið og auðvitað líka gott sumarfrí 🙂

  2. Margrét, takk fyrir að halda úti þessari síðu sem styðst við opna og málefnalega umræðu.
    Eigðu gott sumarfrí!

Skildu eftir skilaboð