Ríkisstjóri Flórída sagði nemendum að taka niður grímurnar: ,,Covid leikritið þarf að hætta“

frettinErlentLeave a Comment

Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída var í gær staddur í háskóla í Tampa (University of South Florida) þar sem hann tilkynnti 20 milljóna dollara fjárfestingu til að skapa tækifæri til menntunar í netöryggismálum og upplýsingatækni.

Þegar DeSantis gekk inn í salinn stóðu um 10 nemendur bak við ræðupúltið, flestir með grímur.

„Þið þurfið ekki að vera með þessar grímur. Ég meina, vinsamlegast takið þær niður,“ sagði ríkisstjórinn. „Satt að segja, gera þær [grímurnar] ekkert gagn og við verðum að hætta þessu COVID leikriti. „Ef þið viljið vera með þær, allt í lagi,“ bætti hann við. „En þetta er, þetta er fáránlegt.“

Einhverjir tóku af sér grímurnar en að minnsta kosti þrír gerðu það ekki.

Viðburðurinn var einnig blaðamannafundur þar sem DeSantis sagðist meðal annars hafa sofnað yfir árlegri þingræðu bandaríkjaforseta kvöldið áður, enda ætti hann þrjú ung börn og væri því þreyttur á kvöldin.

Fjölmiðlar og almenningur fylgjast vel með ríkisstjóranum þessa dagana þar sem hann þykir líklegur forsetaframbjóðandi Repúblikana í kosningunum 2024.

Upptökur má sjá hér:


Skildu eftir skilaboð