Rússar hala inn milljarða dollara í olíutekjur – ,,þökk sé viðskiptabanni Vesturlanda“

frettinErlentLeave a Comment

Rússar gætu verið að hala inn milljarða dollara í olíutekjur, þökk sé himinháu hráolíuverði sem er bein afleiðing af refsiaðgerðum Vesturlanda, en viðskiptavinum á listanum fækkar og Rússar þurfa að binda æ meiri vonir við fremsta hrávöruinnflytjandann, Kína.

Bandaríkin hafa sett algjört viðskiptabann á rússneskan orkuinnflutning en Bretland mun hætta kaupum sínum á rússnesku eldsneyti í áföngum.

Evrópusambandið (ESB) hefur bannað innflutning á rússneskum kolum en er enn að reyna að fá öll aðildarríkin til að samþykkja bann við hrávörum og unnum vörum frá Rússlandi.

ESB hefur verið stærsti hráolíuviðskiptavinur Rússlands og hefur keyptum þrjár milljónir tunna á dag af um það bil sjö milljónum tunna á dag í heildar útflutningi.

En jafnvel áður en talað var um innflutningsbann voru kaupmenn þegar farnir að forðast rússneska olíu.

Lönd eins og Indland og Kína hafa gripið til aðgerða og keypt rússneska olíu á tilboðsverði, en í mun minna magni. Indland, til dæmis, hefur keypt að minnsta kosti 40 milljónir tunna af rússneskri hráolíu síðan Rússar réðust inn í Úkraínu, en það var meira en það magn sem Indland keypti allt árið 2021. En magnið samsvarar samt aðeins um 450.000 tunnum á dag.

Kína hefur líka verið einn helstu viðskiptavinur. Einkareknar olíuhreinsistöðvar landsins hafa í rólegheitum verið að kaupa ódýra hráolíu. En þótt Kína hafi keypt mikið magn af rússneskri olíu undanfarið, er vöntunin ekki endalaus. Kaupmenn eru nú þegar að flytja inn eina milljón tunna af rússneskri hráolíu úr sjó. Og landið er enn háð erfiðum veirulokunum sem hafa dregið úr orkuþörf

Og jafnvel þótt eftirspurn frá Kína nái sér á strik, myndu löndin tvö sem kaupa olíu frá Rússlandi - Indland og Kína - ekki ná að bæta upp tapið á eftirspurn ESB, sagði Fernando Ferreira, áhættusérfræðingur hjá fyrirtækinu Rapidan Energy Group.

„Kína og Indland ein og sér munu ekki koma til bjargar,“ sagði hann.

Skammtímalausn fyrir Rússland er að finna nýja markaði.

Annar raunhæfur kostur fyrir Rússland væri að draga úr framleiðslu eða reisa fleiri geymslustöðvar. Rússar byrjuðu þegar að draga úr framleiðslu á hráolíu í síðasta mánuði vegna minni innlendrar eftirspurnar.

Kremlverjar hafa lýst því yfir að framleiðslan muni minnka um allt að 17% á þessu ári, úr um 11 milljónum tunna á dag.

Rússneska ríkisstjórnin sagði í apríl að hún væri að íhuga að byggja geymslustöðvar fyrir 700 milljónir tunna af olíu - sem jafngildir um 70 daga neyslu á heimsvísu, að sögn Reuters.

Business Insider.

Skildu eftir skilaboð