Bóluefnaframleiðendur hafa brugðist skyldu sinni við að rannsaka tilkynningar um aukaverkanir

frettinErlentLeave a Comment

Bóluefnaframleiðendur, eins og almenningur, verða að leggja fram FOIA-beiðni (Freedom of information Act) til FDA stofnunarinnar til að fá frekari upplýsingar um alvarlegar aukaverkanir og þar á meðal dauðsföll, sem send eru til VAERS (Vaccine Adverse Events Report System). Vandamálið er að þeir eru ekki að gera það.

Á fundi ráðgjafarnefndar CDC um bólusetningaraðferðir (ACIP) í apríl 2021, flutti yfirlæknir Janssen kynningu um öryggi Johnson & Johnson COVID-19 bóluefnisins. Í kynningu sinni gaf hann til kynna að lyfjafyrirtæki, eins og almenningur, fái aðeins aðgang að VAERS skýrslum á föstudögum þegar þær eru gefnar út, og vegna þess að „það er umtalsverð útfærsla á sumum gagnasviðum,“ „er ekki mögulegt fyrir [bóluefnaframleiðendur] að fylgja eftir frekari upplýsingum,“ nema að þeir „geta reynt að gera það í gegnum Freedom of Information [lögin]. Dr. Maree gaf í skyn að þetta væri viðurkennd venja og sagði að „FDA hefur verið mikill stuðningur í að hjálpa [þeim] við að reyna að flýta fyrir þessum beiðnum.“

ICAN lögfræðiteymið undir forystu lögfræðingsins Aaron Siri hóf rannsókn á því hvort bóluefnaframleiðendur væru í raun að skoða VAERS skýrslur sem geyma tilkynningar um alvarleg meiðsli með því að senda FOIA beiðnir til FDA. ICAN óskaði eftir því í gegnum lögfræðinga sína að FDA myndi útvega afrit af öllum FOIA beiðnum sem Moderna, Johnson & Johnson og Pfizer höfðu lagt fram frá því að COVID-19 sprauturnar komu fram á sjónarsviðið.

Fyrir þá sem þekkja sögu þessara fyrirtækja munu niðurstöðurnar ekki koma mjög á óvart. Í samræmi við viðbrögð FDA hingað til sendu tveir af þremur bóluefnaframleiðendum ekki eina einustu FOIA beiðni inn til FDA varðandi tilkynningar um aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefna.

Moderna lagði fram eina FOIA-beiðni í apríl 2021 um afrit af vettvangsskýrslu FDA í kjölfar skoðunar á aðstöðu þeirra í Massachusetts - en enga FOIA-beiðni til að fá upplýsingar um aukaverkanir eftir bólusetningu.

Johnson & Johnson lögðu fram eina FOIA-beiðni í júlí 2021 vegna áhættumats FDA varðandi magn “benzene” efnisins í sólarvarnaúðabrúsa, en þó ekki eina einustu FOIA-beiðni til að kalla eftir upplýsingum um aukaverkanir eftir bólusetningu.

Pfizer lagði fram aðeins fjórar FOIA-beiðnir fyrir VAERS-skýrslum tengdum COVID-19 bóluefninu sem þeir framleiða sjálfir þann 18. desember 2020 og 7. febrúar 2021, þar af voru að minnsta kosti þrjár af þeim greinilega lagðar fram að beiðni FDA. Tvær af beiðnum Pfizer sem tengdust bráðaofnæmi og yfirliði bentu til þess að þær væru svar við „fyrirspurn“ FDA sem sagði Pfizer sérstaklega að „þeir gætu beðið um afrit af útfærðum VAERS skýrslu[um] í gegnum FOIA. Pfizer hefur ekki lagt fram eina einustu FOIA beiðni síðan í febrúar 2021, né hefur stofnunin lagt fram eina einustu beiðni um skýrslur tengdar öðrum aukaverkunum í kjölfar bólusetninga, þar með talið hjartavöðvabólgu.

Því miður, eins og reynsla margra þeirra sem hafa skaðast af völdum bóluefna hefur sannað, virðast þessi fyrirtæki ekki standa við fullyrðingar sínar um að taka aukaverkanir af völdum bóluefna sinna alvarlega. ICAN gerir það hins vegar og mun halda áfram að krefjast þess að þessi fyrirtæki taki ábyrgð á sínum vörum.

Heimild

Skildu eftir skilaboð