ESB þingmaður: Erlendir fjárfestingasjóðir eiga öll hagkerfi heims – verðbólgan þeirra sök

frettinErlent1 Comment

Fjárfestinga- og fjármálafyrirtækin Blackrock, Vanguard og State Street eru valdamikil fyrirtæki (erlendir sjóðir) sem eiga öll helstu fyrirtæki á öllum sviðum lífsins; í fjármála- og heilbrigðisgeiranum, fjölmiðlum og hergagnaiðnaðinum. Þetta sagði Mislav Kolakušić frá Króatíu í síðustu viku, en hann er lögfræðingur og stjórnmálamaður og situr á Evrópuþinginu.

„Þessi fyrirtæki eiga eignir sem eru margfalt stærri en fjárlög Bandaríkjanna, Kína, Brasilíu og Indlands. Það eru þessi fyrirtæki sem stjórna heiminum og kjörnum forsetum og forsætisráðherrum sjálfstæðra ríkja. Það eru þau sem stjórna lífi okkar og heimsskipulaginu,“ sagði ESB þingmaðurinn.

„Þessir sjóðir eiga hlut í öllum stóru lyfjafyrirtækjum, fjölmiðlum, vopnaframleiðendum, samgöngufyrirtækjum og bönkum, sem þýðir að þeir eiga ekki bara öll stóru alþjóðlegu fyrirtækin heldur eiga þeir í raun og veru hagkerfi heims,“ sagði Kolakušić líka. „Möguleikinn að semja um og stjórna ákvörðunum ríkja og stefnum á öllum sviðum gerir fyrirtækin valdameiri en nokkur forseti eða forsætisráðherra í heiminum, hvort sem það eru Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Japan, Kína eða Indland.“

„Sú staðreynd að við stöndum frammi fyrir mikilli verðbólgu, sem mun bitna mest á almenningi, er ekki eðlilegt efnahagslegt fyrirbæri, heldur afleiðing óseðjandi þorsta og græðgi eigenda þessara sjóða sem ráða verðlaginu, allt frá Washington DC til Parísar og Zagreb, þetta er svokölluð efnahagsstjórnun.“

Í þessu samhengi má nefna að forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern sást nýlega koma út úr höfuðstöðvum Blackrock í New York og spurðu menn sig hvaða erindi hún hafi átt þar.

Hér neðar má sjá upptöku af skilaboðum Kolakušić frá Króatíu í heild sinni.



One Comment on “ESB þingmaður: Erlendir fjárfestingasjóðir eiga öll hagkerfi heims – verðbólgan þeirra sök”

  1. Af hverju kemur þessi frétt núna, þetta er löngu vitað, svo er verið að kenna Pútin um,
    hann hefur ekkert með verbólguna að gera, en hvers vegna eru menn fyrst að sjá þetta núna.
    Ég sagði það þegar í fyrra að verðbólgan myndi marfaldast á þessu ári, ég var álitinn fífl.
    En það sem ég get sagt núna er að löngu getur vont versnað, við erum bara rétt að sjá upphafið.

Skildu eftir skilaboð