Kanada: Engin gögn til sem styðja COVID-bólusetningaskyldu stjórnvalda

frettinErlent1 Comment

Við yfirheyrslur fyrir þingnefnd í síðustu viku gat Dr. Harpreet Kochar, forseti lýðheilsustofnunar Kanada (PHAC), ekki lagt fram nein skýr gögn sem stutt gætu áframhaldandi kröfu ríkisstjórnar Justin Trudeau í Kanada um að fólk yrði að hafa fengið COVID sprautur til að geta notið fullra borgaralegra réttinda eins og til að ferðast innanlands eða utan.

Það kom Kochar í opna skjöldu þegar Michael Barrett, þingmaður Íhaldsflokksins í Kanada (CPC) óskaði eftir því að Kochar legði fram tölfræðileg gögn sem stutt gætu kröfuna um að fólk yrði að vera sprautað.

Geturðu útvegað okkur í dag einhver mæligildi sem notuð eru til að viðhalda eða heimila þessar takmarkanir út þennan mánuð? spurði Barrett Kochhar.

En nýlega tilkynnti PHAC að krafan um bólusetningu við COVID yrði áfram til staðar „að minnsta kosti“ til loka júní.

Kochhar svaraði að PHAC hafi „mælingar sem við notum reglulega“ sem eru byggðar á „vísindalegum sönnunargögnum um virkni, framboð og útbreiðslu bólusetninga."

Barrett var ekki ánægður með svar Kochhars og þrýsti á skýr svör um hvaða gögn PHAC notaði til að réttlæta áframhaldandi kröfu um bólusetningu, sérstaklega með hliðsjón af náttúrulega fengnu ónæmi eftir ómíkron.

„Það eru engar fastar tölur eða neitt sem raunverulega er hægt að festa hönd á, það fer eftir útbreiðslu bólusetninganna hverjar eru lýðheilsuráðstafanir okkar hverju sinni og hver er afkastageta sjúkrahúsa, við gerum líkönin með hliðsjón af þessu“ sagði Kochhar.

Aðspurður nánar um það hvaða tölur nákvæmlega væru notaðar til að réttlæta það að viðhalda takmörkunum og hvenær þeim gæti verið aflétt, sagði Kochhar að „þetta væri sambland af mismunandi mæligildum, það eru engar sérstakar tölur sem við getum í raun nefnt.”

„Vegna þess að það veltur á virkni veirunnar í mismunandi samfélögum sem og mismunandi aðstæðum og einnig verndinni sem almenningi er veitt með bólusetningu,“ sagði hann.

Síðasta haust bannaði Justin Trudeau forsætisráðherra þeim sem hafa kosið að láta ekki bólusetja sig við COVID að ferðast með flugi, járnbrautum eða á sjó. Bannið tekur til bæði til ferðalaga innanlands sem utanlands. Fáar undantekningar eru veittar.

Trudeau með Covid eftir ferðalög erlendis

Það er kaldhæðnislegt í þessu sambandi að í gær tilkynnti Justin Trudeau á Twitter síðu sini að hann hefði greinst með COVID eftir ferðalag erlendis og hann væri kominn í einangrun, enn eina ferðina. Þetta er að minnst kosti í annað sinn sem Trudeau, sem er þrísprautaður, greinist með COVID.