Elmo auglýsir Covid sprautur fyrir litlu börnin

frettinErlentLeave a Comment

Barnaþátturinn Sesame Street hefur gefið út auglýsingu þar sem hinn vinsæli Elmo er notaður til að kynna mRNA Covid-sprautur fyrir krakka.

Í myndbandinu ber Elmo glaðlega saman litla plásturinn sinn við plástrana sem pabbi hans er með. Elmo er með einn því hann var að fá fyrstu sprautuna en pabbinn er með þrjá sem væntanlega eiga að sýna að hann hafi fengið tvær sprautur og einn örvunarskammt.

„Núna er pabbi með „súper dúper“ plástra alveg eins og Elmo,“ segir Elmo og pabbinn segir: „Þú varst „súper dúper“ í dag að fá COVID bólusetningu, Elmo.

„Já, það var pínu sárt,“ viðurkennir Elmo og bætir við: „En það var allt í góðu.“

Pabbi Elmo útskýrir síðan fyrir áhorfendum að hann hefði haft margar spurningar varðandi bólusetningu sonarins.

„Var það öruggt? Var það rétt ákvörðun? Ég talaði við barnalækninn okkar svo ég gæti tekið rétta ákvörðun. Ég komst að því, að bólusetning Elmos væri besta leiðin til að halda honum sjálfum, vinum okkar, nágrönnum og öllum öðrum heilbrigðum og geta notið þess að gera það sem maður elskar að gera.“

Elmo lét ekki þar við sitja heldur skellti sér líka inn á Twitter og skrifaði:

„Elmo fékk COVID bóluefnið í dag, alveg eins og mamma og pabbi hans Elmo! Pabbi hans Elmo var með margar spurningar, en læknirinn hans Elmo sagði að bóluefnið myndi hjálpa Elmo við að halda heilsu, og öllum vinum Elmo og fjölskyldu hans líka! #CaringForEachOther,“ stóð í tístinu.


Skildu eftir skilaboð