Er einhvers að vænta í bandarískum stjórnmálum?

frettinPistlar1 Comment

Eftir Jón Magnússon hæstaréttarlögman:

Þrír meiriháttar stjórnmálamenn hafa lýst yfir þátttöku í forkosningum Repúblíkana til forseta. Það er fyrrum varaforseti Mike Pence. Skörungurinn Nikki Haley fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og Ron De Santis fylkisstjóri í Flórída er talinn munu vera í þessum hópi.

Ron De Santis er athyglisverður stjórnmálamaður og hann mælist nú með meira fylgi en fíllinn í stofunni hjá Repúblíkönum.

Vinur minn homminn Douglas Murray skrifaði um stjórnmálamanninn Ron De Santis sem er 43 ára fyrir nokkrum dögum. Ég fylgi að mestu þeim þönkum sem hann setur fram:

Meðan Kóvídið gekk yfir þá var ekki beitt innilokunum eða öðrum takmörkunum í Flórída ólíkt því sem stjórnmálaelítan í öðrum fylkjum Bandaríkjanna og öðrum löndum gerði. Ákvörðun De Santis í Kóvídinu leiddi til efnahagslegrar uppsveiflu og fjöldi fólks kaus frelsið í stað Kóvíd helsisins og kom til Flórída, sem vegnaði síður en svo verr en þeim stöðum þar sem innilokunum og öllum pakkanum að öðru leyti var fylgt.

De Santis er traustur hægri maður og tekur ekki þátt í jámennsku við hugsana- og tjáningarógn vinstri manna. Í menningarstríði vinstri manna má ekki tala um atriði í dag, sem var í lagi að gera í gær. Fáránleikinn er stundum þeirra sannleikur og allt of margir miðju- og hægri stjórnmálamenn taka undir af hræðslu.

Þegar íþróttamaður að nafni Lia Thomas, raunar skírð Vilhjálmur, vann sundmót kvenna ákvað De Santis að konurnar í öðru og þriðja sæti færðust upp, þar sem engin sanngirni væri í að Vilhjálmur(Lia) gæti komið séð og sigrað í kvennasundi eftir kynskiptaaðgerð.

De Santis barðist fyrir lagafrumvarpi sem kæmi í veg fyrir að ungum börnum væri kennd kynjavitleysan um að kynin væru ekki tvö heldur milljón mismunandi kyn (og færi stöðugt fjölgandi) og spendýrategundin mannkynið væri tvíkynja. Stórfyrirtækið Disney lagðist á árar með vinstra liðinu og þá gerði De Santis nokkuð einstakt. Hann sló til baka.

Disney nýtur ýmissa fríðinda fyrir að vera í Flórída. De Santis gerði þeim ljóst að um þau fríðindi yrði að semja upp á nýtt ef Disney ætlaði að verða pólitískt fyrirtæki og ljúga hlutum og skoðunum upp á fólk sem fyrirtækið væri ekki sammála. Disney gaf eftir og skammaðist sín. Með framgöngu sinni hefur De Santis sýnt fram á að það er þess virði að vera samkvæmur sjálfum sér og láta ekki öfga vinstrið í menningarstríðinu gegn gildum frelsisins og staðreyndum lífsins komast upp með að útiloka umræðu og beita afli sínu til að eyðileggja stjórnmálamenn sem þora að bera sannleikanum vitni.

Repúblíkanar eiga því nú þegar þrjá öfluga frambjóðendur sem sækjast eftir tilnefningu til forseta og eru verðugir málsvarar sjónarmiða hægra fólks. Það er löngu tímabært að Bandaríkin fái verðugan forseta, en það hafa þau ekki haft á þessari öld.

One Comment on “Er einhvers að vænta í bandarískum stjórnmálum?”

  1. Það eru ENGIN stjórnmál í Bandaríkjunum síðan helmingaskiptareglunni
    á milli Repúblikana og Demókrata var komið á árið 1832, þar sem kveðið var á
    um að ENGUM öðrum skyldi hleypt að kjötkötlunum.

    Hefur virkað alveg frábærlega vel allt fram á þennan dag, þar sem flokkarnir skiptast
    á að vera góðu og vondu kallarnir á víxl.

    Nú þykjast Repúblikanar vera góðu gæjarnir, á meðan Biden og Pelosi-herfan
    leika þá vondu.og spilltu.

    Að eitthvað breytist árið 2024 manni minn ? Láttu þig bara dreyma…

    Semsagt, allt í góðum gír í Guðs-eigin-landi eins og undanfarin hartnær 200 ár.

Skildu eftir skilaboð