Þórólfur hjá Eddu Falak: Skipti um skoðun með gagnsemi gríma

frettinInnlendar7 Comments

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var gestur Eddu Falak í þættinum Eigin konur og fjallar þar meðal annars um hvers vegna hann skipti um skoðun varðandi gagnsemi þess að bera grímur fyrir andliti. 

Eins og flestum landsmönnum er kunnugt þá mælti Þórólfur í upphafi faraldurs ekki með því að almenningur notaði grímur og taldi hann engin rök vera fyrir því að fylgja ráðleggingum WHO þar um.

Hann sagði við Eddu að í byrjun hafi ekki verið nein gögn sem bentu til þess að það væri eitthvað skynsamlegt fyrir almenning að vera með grímur þó það væri skynsamlegt fyrir heilbrigðisstarfsmenn og þá sem eru að vinna í hættulegum aðstæðum.

,,Þá sagði ég bara að það væri bara ekki skynsamlegt, engin gögn styddu það, það voru m.a.s. gögn sem sýndu að grímunotkun gæti stuðlað að sýkingum," sagði Þórólfur. 

,,En síðan fóru að berast gögn sem sýndu hið gagnstæða og þá bara skipti ég bara um skoðun, bætti Þórólfur við.

Hér má sjá þann hlut úr viðtalinu við Þórólf.

7 Comments on “Þórólfur hjá Eddu Falak: Skipti um skoðun með gagnsemi gríma”

  1. Þetta er það sem “vonda” fólkið hefur haldið fram frá byrjun.

  2. Aldrei segir Þórólfur frá gögnunum sem hann þykist byggja ákvarðanir sínar á.
    Hver skyldi skýringin vera á því?
    Eru engin gögn?

  3. Þórólfur hefur oft orðið marsaga frá því að Covid byrjaði.

  4. Þórólfur hefur orðið margsaga frá því að Covid byrjaði.

  5. Við skulum muna öll viðtölin við þetta fólk þegar kemur að uppgjöri. Við skulum muna algjörlega óábyrgar fullirðingar um hitt og þetta. Höfum nöfn þessa fólks sem haft hefur sig sem mest í frammi í huga. Mikil er minkun þessa fólks sem skreytir sig með rannsóknum, niðurstöðum ofl. án þess að sýna stafkrók. Enda er ekki spurt Að sóttvarnarlæknir leggist svo lágt að leggjas í settið …. segir allt sem segja þarf.

Skildu eftir skilaboð