Lögreglan í Belgíu fann MDMA framleiðslu í kjarnorkuvopnabúri

frettinErlent, Erna Ýr ÖldudóttirLeave a Comment

Belgíska lögreglan gerði upptæka ólöglega MDMA (e. Ecstacy) verksmiðju á svæði flugstöðvar sem geymir að hluta kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna í Evrópu. Frá því greindi breska blaðið The Guardian í dag.

Tveir voru handteknir, en þeir voru ekki starfsmenn hersins, að sögn talsmanns saksóknara í belgíska héraðinu Limburg.

Kleine-Brogel herstöðin er í norð-austur hluta landsins, þekktust fyrir að geyma kjarnorkuvopn og vera blóraböggull afvopnunarsinna. Leynd ríkir um stöðina, en þingmaður Græningja sagði á þinginu árið 2019 að þar væri að finna á bilinu 10-20 kjarnaodda. E-töfluframleiðslan uppgötvaðist af yfirvöldum þann 22. júní sl.

Stöðin er afskekkt við landamæri Þýskalands nálægt iðnaðarsvæðunum, þar sem alþjóðlegir eiturlyfjahringir hafa leynst með starfsemi sína.

Skildu eftir skilaboð