Ivana Trump látin

frettinErlentLeave a Comment

Ivana Trump, fyrsta eiginkona Donald Trump og móðir þriggja barna hans, er látin 73 ára að aldri.

„Hún var yndisleg, falleg og mögnuð kona, sem lifði frábæru og hvetjandi lífi,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðilinn Truth Social.

Ivana Trump, sem fæddist í gömlu Tékkóslóvakíu sem nú heitir Tékkland, giftist fyrrverandi forsetanum árið 1977. Þau skildu 15 árum síðar, árið 1992. Þau eignuðust saman þau Donald Jr., Ivönku og Eric Trump.

Þau hjónin voru áberandi opinberar persónur í New York á níunda og tíunda áratugnum og vöktu mikla athygli og aðdáun almennings.

Eftir skilnað þeirra hélt Ivana áfram að setja á markað sínar eigin línur af snyrtivörum, fatnaði og skartgripum.

Hún lýsti einnig uppeldi Trump barnanna þriggja í minningarbók sinni Raising Trump árið 2017.

Invana skrifaði þá að samband hennar við Trump hefði batnað eftir skilnað þeirra og sagðist hafa talað við hann um það bil einu sinni í viku.

Í yfirlýsingu sagði Trump fjölskyldan hana vera „afl í viðskiptum, heimsklassa íþróttamaður, geislandi fallega og umhyggjusama móðir og vinkona“.

„Ivana Trump var alger hetja, hún flúði kommúnisma og tók þetta land í faðm sér,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. „Hún kenndi börnum sínum þrótt og hörku, samúð og ákveðni.“

Meðan Ivana bjó í Kanada á áttunda áratugnum starfaði hún sem skíðakennari og fyrirsæta.

Hún fór svo í vinnuferð til New York borgar árið 1976, Þar sem hún hitti Donald Trump þegar hún ferðaðist með hópi fyrirsæta. Þau gengu svo í hjónaband árið eftir og voru mikið í sviðsljósinu.

Samkvæmt nýjust fréttum datt Ivana niður stiga heima hjá sér, hugsanlega vegna hjartaáfalls.

Fréttin hefur verið uppfærð

Ivana og Donald Trump á áttunda áratug síðust aldar.

Skildu eftir skilaboð