Fræðsluefni dansks prófessors um bóluefni fjarlægt af YouTube

frettinErlent2 Comments

Christine Stabell Benn er prófessor við Syddanmark háskólann í Danmörku (SDU), þar sem hún vinnur við rannsóknir á bóluefni.

Meðan á Covid-19 faraldrinum stóð hefur mikið verið vísað í sérfræðiþekkingu hennar í fjölmiðlum. Auk þess hefur hún setið í sérfræðingahópi stjórnvalda um smitrakningu.

En Christine hefur einnig verið gagnrýnin á þá stefnu sem danskir ​​stjórnmálamenn og heilbrigðisyfirvöld hafa tekið, þar á meðal bólusetningu barna.

Um helgina var eitt af fræðslumyndböndum hennar, svokallað vodcast, tekið út af Youtube. Myndbandið hafði fengið rauðan stimpil þar sem á stóð „fjarlægt“ með þeim skilaboðum að það bryti í bága við reglur YouTube.

Þrátt fyrir að Christine hafi sent inn kvörtun, staðfesti Youtube að þátturinn hafi verið tekinn út. Nú biðst fyrirtækið afsökunar og segir að um mistök hafi verið að ræða og efnið verið endurbirt. Það gerðist eftir að TV2 sendi fyrirspurn á YouTube.

Mér brá þegar ég skráði mig inn og sá að þátturinn var horfinn og hélt að eitthvað væri að stillingu algóriðmans, sagði hún í viðtali á sjónvarpsstöðina TV 2, frá Gíneu-Bissá þar sem hún er nú við störf.

Þegar TV2 sendi fyrirspurn á YouTube bökkuðu þeir og endurbirtu

Aðalrannsóknarsvið Christine eru svokölluð ósértæk áhrif bóluefna, sem var þema myndbandsins sem var fjarlægt af rásinni.

Í myndbandinu, sem er um það bil klukkutíma langt og er einnig til á öðrum rásum sem podcast, er eiginmanni Christine, Peter Aaby, boðið inn í myndverið til að segja frá rannsóknum sínum á ósértækum áhrifum bóluefna.

Í þættinum segir Peter Aaby, sem einnig er prófessor við SDU, í smáatriðum frá því hvernig hann uppgötvaði í tengslum við rannsóknir sínar á mislingafaraldri í Gíneu-Bissá á tíunda áratug síðustu aldar að bóluefni, auk ætlaðra áhrifa þess á sérstaka sjúkdóma, geti einnig haft annað hvort jákvæð eða neikvæð áhrif á almenna dánartíðni bólusettra, það sem kallast ósértæk áhrif.


2 Comments on “Fræðsluefni dansks prófessors um bóluefni fjarlægt af YouTube”

  1. ÞúKommúnistaTúban reynir allt hvað hún getur til að þagga niður óspilltan þankagang.

Skildu eftir skilaboð