Dráttarbílafyrirtæki neita að draga burt flutningabíla sem lokað hafa landamærunum

frettinErlentLeave a Comment

Í dag er fjórði dagurinn sem Coutts landamærastöðin hefur verið lokuð, en stöðin er venjulega opin allan sólarhringinn alla daga vikunnar.

Stöðin er á landamærum Alberta í Kanada og Montana í Bandaríkjunum og þjónar sem mikilvæg viðskiptaleið milli landanna tveggja og hafa flutningabílstjórar í Kanada nú lokað landamærunum með vöruflutningabílum í mótmælaskyni við skyldubólusetningar, bólusetningapassa og sóttkví.

Dráttarbílafyrirtæki í Kanada hafa neitað beiðnum frá lögreglunni (RCMP) um að aðstoða við að fjarlægja flutningabílana sem standa að lokuninni.

Abe Martens frá Xodus Car Transport, sem býður upp á dráttarbílaþjónustu, sagði við Western Standard: „Við erum með dráttarbíla okkar við landamæralokunina, en við erum að taka þátt og styðjum flutningabílstjórana.

Eitt stærsta dráttarbílafyrirtækið á svæðinu hefur þegar sagt að það vilji ekki blanda sér í málið.

Stjórnvöld hafa ekki fengið nein dráttarbílafyrirtæki til að aðstoða við að fjarlægja flutningabíla frá landamæralokuninni við Coutts.

Western Standard ræddi við fjölda dráttarbílafyrirtækja í suðurhluta Alberta, þar á meðal í Calgary, Lethbridge og Medicine Hat og þau segjast ekki vilja blanda sér í þetta mál.

TnT Towing í Lethbridge er eitt stærsta dráttarbílafyrirtækið á svæðinu. Þegar haft var samband við fyrirtækið sagðist sá sem svaraði í símann að hann vildi ekki tjá sig frekar en gaf þó til kynna að haft hefði verið samband við þá, en þeir vildu ekki blanda sér í málið.

„Við vitum ekki hver það var sem hringdi, en við viljum ekki blanda okkur í málið svo við munum ekki tjá okkur“ sagði hann.

„Við höfum skapað tengsl í samfélaginu okkar og gert samninga sem eru í hættu ef við tökum þátt á einhvern hátt,“ sagði starfsmaður hjá dráttarbílafyrirtæki sem bað um að vera ekki nafngreindur.

„Mörg þessara smærri fyrirtækja vilja ekki skaða orðspor sitt í samfélögunum sem þau þjóna svo þau vilja ekki taka þátt,“ sagði hann.

„Við höfum fengið símtöl hingað til að útvega dráttarbíla okkar, en við höfum líka fengið símtöl frá heimamönnum sem vilja ekki nafngreina sig og sem spyrja hvort við ætlum að senda dráttarbíla. Þegar ég sagði þeim „nei“ sögðu þeir „gott þá höldum við áfram að versla við þig.“

Í myndbandi sem birt var á Twitter sagðist kona hafa talaði við heimamann og sá hafði búið í Ottawa í 30 ár. Hann sagði konunni að borgarstjóri Ottawa hefði hringt í dráttarbílafyrirtæki til að geta byrjað að draga bílana af vegunum og öll fyrirtækin hefðu borið við að starfsmenn þeirra væru með COVID.

Western Standard

Skildu eftir skilaboð