Dönsk sóttvarnayfirvöld leiðrétta ýmsan misskilning um Covid-19

frettinErlent, Pistlar1 Comment

Geir Ágústsson skrifar frá Danmörku:

Dönsk sóttvarnayfirvöld, Statens Serum Institut (SSI), gáfu nýverið frá sér lista yfir rangfærslur og rangtúlkanir á dönskum gögnum um veikindi, innlagnir og annað slíkt í Danmörku vegna COVID-19. Voru ýmsir aðilar byrjaðir að deila línuritum á samfélagsmiðlum og úthrópa algjöra opnun á dönsku samfélagi þann 1. febrúar og kalla hættulega. Meðal slíkra aðila eru Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, Paul Krugman. Nánar er sagt frá því í frétt TV2 í Danmörku.

SSI fannst áríðandi að leiðrétta þessar rangtúlkanir sem sumar hverjar mætti jafnvel kalla ásakanir og gaf út lista yfir þær helstu sem má lesa á ensku hér.

Hér að neðan birtist stuttur útdráttur frá lista SSI á íslensku og verður athyglisvert að sjá hvort íslensk yfirvöld muni bregðast við þessum upplýsingum frá frændum sínum í Danmörku og birti jafnvel svipuð gögn í íslensku samhengi:

Misvísandi upplýsingar: Mjög margir eru lagðir inn á spítala vegna COVID-19 í Danmörku
Svar: Þetta er ekki rétt.
Hlutfall innlagna af þeim sem greinast jákvæðir hefur fallið síðan í september 2021. Hlutfall COVID-19 jákvæðra sem eru lagðir inn vegna COVID-19 hefur fallið síðan í júlí 2021 miðað við þá sem eru lagðir inn með COVID-19 (greinast jákvæðir en lagir inn af öðrum ástæðum). Í byrjun febrúar voru 60% innlagðra jákvæðir af COVID-19 lagðir inn vegna COVID-19.

Misvísandi upplýsingar: Mjög margir deyja vegna COVID-19 í Danmörku
Svar: Þetta er ekki rétt.
Seinustu mánuði 2021 dóu fleiri en að jafnaði meðal fólks 75 ára og eldra sem er talið vera vegna delta-afbrigðisins.
Hins vegar hefur dánartíðnin frá byrjun 2022 minnkað í Danmörku og er nú á viðbúnum slóðum. Þetta gerist þrátt fyrir fjölgun greindra smita og talið endurspegla að omíkrón-afbrigðið er síður banvænt miðað við fyrri afbrigði. Af sömu ástæðu hefur orðið fjölgun í hópi þeirra jákvæðra með COVID-19 sem deyja með COVID-19 en ekki vegna COVID-19.

Misvísandi upplýsingar: Innlagnatíðni fyrir ungabörn og börn vegna COVID-19 er mjög há
Misvísandi upplýsingar: Börn verða mjög veik vegna COVID-19
Innlagnatíðni barna yngri en 2 ára er hærri en eldri barna en engu að síður mjög lág. Flest börn dvelja í skemur en 12 tíma á spítalanum því ástand þeirra er ekki talið réttlæta innlögn. Í sjaldgæfum tilfellum (1 af hverjum 4100 í Danmörku) geta börn þróað með sér alvarlegri sjúkdóm sem má skýra með því að ónæmiskerfið er að bregðast við COVID-19.

Misvísandi upplýsingar: Legudeildir eru að fyllast af COVID-19 sjúklingum því fjöldi gjörgæslurýma hefur minnkað
Misvísandi upplýsingar: Skilyrðin fyrir gjörgæsluinnlögn hafa breyst síðan í desember 2021
Misvísandi upplýsingar: Aldraðir einstaklingar fá ekki aðgang að gjörgæslu og þess í stað er treyst á að þeir fái aðhlynningu á hjúkrunarheimilum
Svar: Þetta er ekki rétt.
Allir sem þurfa gjörgæslurými í Danmörku fá slíkt og Danmörk hefur á sérhverjum tímapunkti í heimsfaraldrinum haft næg gjörgæslurými vegna sveigjanleika í kerfinu. Fjölgun á legurýmum skýrist af því að omíkrón-afbrigðið veldur vægari einkennum. Einnig er útbreiddri bólusetningu þakkað fyrir að færri veikjast alvarlega. Fækkun á gjörgæsluinnlögnum hefur átt sér stað undanfarna marga mánuði.

Misvísandi upplýsingar: Danmörk hefur ákveðið að COVID-19 finnist ekki lengur
Misvísandi upplýsingar: COVID-19 er ekki lengur talið vera ógn við samfélagið því Danmörk hefur ákveðið að þeir sem veikjast alvarlega séu ekki mikilvægur hluti samfélagsins
Svar: Þetta er ekki rétt.
Sjúkdómurinn er ekki lengur skilgreindur sem "sýking sem er samfélagslega hættuleg" því omíkrón-afbrigðið er mildari sjúkdómur en fyrri afbrigði stórt hlutfall íbúa er bólusett. Þess vegna hefur COVID-19 ekki sömu áhrif á samfélagið og fyrr í heimsfaraldrinum. Enn eru tekin mörg próf og yfirvöld fylgjast náið með ástandinu. Allir sem veikjast alvarlega eru meðhöndlaðir með bestu mögulegu aðferðum.

One Comment on “Dönsk sóttvarnayfirvöld leiðrétta ýmsan misskilning um Covid-19”

  1. Djöfullinn danskur.
    Opinber stofnun sem slær á hræðslu almennings og keflar dómsdagsfíklana með því að troða upp í það sannleikssokk fullan af vísindalega staðreyndri tölfræði. Þó fyrr hefði verið.

    Það mætti líkja því við að á Íslandi færu landlæknir og sóttvarnaryfirvöld að setja ofan í við stjórnarandstöðuna á Alþingi Íslands. Well… like that´s ever gonna happen.

Skildu eftir skilaboð