Minnisvarði með leiðbeiningum um kynbætur og takmörkun á mannfjölda í heiminum eyðilagður

frettinErlentLeave a Comment

Minnisvarðinn Georgia Guidestones sem reistur var árið 1980 af óþekktum aðilum var eyðilagður 6. júlí sl.

Varðinn stóð í Eberton, Georgíu í Bandaríkjunum og var með áritaðar leiðbeiningar á átta mismunandi tungumálum um hvernig ætti að byggja upp nýtt samfélag; þar sem mannfjöldi heims skyldi takmarkast við 500 milljónir, kynbæta ætti mannkynið. einblína á alþjóðahyggju og sameina jarðarbúa með einu tungumáli.

Minnisvarðinn var stundum kallaður "Ameríska Stonehenge". Höfundar verksins töldu að framundan væru félagslegar, kjarnorku- eða efnahagslegar hörmungar og vildu að minnismerkið myndi þjóna sem leiðarvísir fyrir mannkynið eftir á.

Að morgni 6. júlí 2022 var sprengju varpað á minnisvarðann og stuttu síðar var hann tekinn niður. Ekki er vitað hverjir frömdu verknaðinn.


Skildu eftir skilaboð