Úkraínski sjóherinn sprengdi olíuborpall á Svartahafi

frettinErlentLeave a Comment

Samkvæmt tímaritinu Forbes gerði úkraínski sjóherinn í síðasta mánuði árás á rússneskan olíuborpall á Svartahafi. Árásin var gerð aðfaranótt 26. júní og við það skemmdist Tavrida, svokallaður „jack-up pallur“ sem rússneskir hermenn náðu af úkraínsku fyrirtæki árið 2014 á upphafsstigi yfirstandandi stríðs Rússa við Úkraínu.

Árásin á Tavrida er einn þáttur í víðtækari aðgerðum úkraínska sjóhersins sem miðar að því að koma rússneskum hersveitum burt frá vesturhluta Svartahafs.

Jack-up borpallur getur siglt sjálfur og komið sjónaukum fyrir á hafsbotni þegar hann er staðsettur yfir gas- eða olíusvæði. Pallurinn er með tiltölulega stutta fætur miðað við aðra borpalla, venjulega ekki lengri en nokkur hundruð fet, og því eru þessir borpallar helst staðsettir við strendur.

Reyndar var Tavrida sagður vera staðsettur yfir landgrunni um 70 mílur suður af Odessa þegar Úkraínumenn skutu á hann.

Athygli vakti að Úkraínumenn skutu á borpallinn með einni af dýrmætu Neptúnus-varnarflugskeytum sínum, eins og staðfest er á myndbandi  úkraínska hersins sem fór í dreifingu á mánudaginn.

Neptune, sem skotið er á loft, getur hitt skotmörk frá allt að 60 mílna fjarlægð. Úkraínski sjóherinn var enn að prófa fyrstu frumgerðina af Neptúnus þegar rússneskar hersveitir gerðu árás 23. febrúar sl.

Ekki tókst að eyðileggja borpallinn, eða einhverjum vopnaverkfræðingum í Kyiv hefur tekist að setja hann saman aftur.  Átökin jukust 13. apríl, þegar tvær af eins tonna Neptúnus varnarflugskeytum gerðu gat á pallinn og sökktu síðar flugskeytaskipinu Moskva, flaggskipi rússneska Svartahafsflotans.

Úkraínski flotinn, sem hefur ekki lengur yfir neinu stóru orustuskipi að ráða, hefur stækkað flugskeytavopnabúr sitt gríðarlega mikið að undanförnu með nýjum og notuðum vopnum og tæknibúnaði sem Bandaríkin og Danmörk hafa skaffað þeim.

En það var Neptúnus flugskeyti sem skotið var á Tavrida 26. júní og sprengdi gat á þyrlusvæði borpallsins.  Enginn var staddur á Tavrida á þeim tíma.


Skildu eftir skilaboð