Svíþjóð orðin paradís glæpagengja

frettinInnflytjendamál, Jón Magnússon1 Comment

Eftir Jón Magnússon:

Svíþjóð er orðin Paradís glæpamanna og dæmi um hvernig á ekki að fara að í innflytjendamálum segir Fraser Nelson ritstjóri Spectator í grein í DT í gær, en hann hefur tengsl við Svíþjóð.

Svíþjóð, sem var fyrirmynd allra annarra þjóða varðandi öryggi, vistvænt, vinsamlegt og fyrirmyndar þjóðfélag hefur tapað þeirri stöðu vegna stefnu sinnar í innflytjendamálum. Stefna, sem Píratar berjast hatrammlega fyrir á Íslandi nú með málþófi á Alþingi.

Fraser bendir á að á 6 mánaða tímabili hafi fjórir verið skotnir til bana í Södertälje skammt frá Stokkhólmi og stríð milli glæpagengja sé með þeim hætti að það minni frekar á Chicago á fjórða áratug síðustu aldar, þegar Al Capone og aðrir slíkir voru upp á sitt besta. Gamla góða Svíþjóð er horfin.

Á síðasta ári voru 61 skotnir til bana í Svíþjóð, sex sinnum fleiri en samanlagt í Danmörku, Finnlandi og Noregi.

Fótgönguliðarnir sem eru sendir til að fremja glæpaverkin eru aðallega svo ung börn, að þau sæta ekki ákæru skv. sænskum lögum. Greinarhöfundur segir að skv. upplýsingum sænsku lögreglunnar séu þessir barnahermenn glæpagengjanna um 1.200. Helmingur þeirra sem eru handtekin í átökum glæpagengjanna eru börn á skólaskyldualdri. Fyrir nokkrum dögum náðist í tvo drengi annan 13 ára og hinn 14 á leið til að myrða með sjálfvirkum byssum í Hammerbyhöjden í Stokkhólmi. 

Af hverju gerist þetta í Svíþjóð? Af hverju er þetta svona slæmt? Af hverju börn? Af hverju er þetta að verða verra og verra? 

Greinarhöfundur segir að þegar bylgja hælisleitenda kom árið 2015 hafi Svíþjóð flutt inn alls konar glæpastarfsemi. Útgjöld til lögreglunnar hafi aukist um 75% en dugar ekki til, óöldin og glæpirnir aukast. 

Aðlögun hælisleitenda að sænsku þjóðfélagi hefur mistekist hrapalega og Svíum er nú refsað fyrir stefnu nánast opinna landamæra og rausnarskap í garð hælisleitenda.

Lisa Tamm fyrrum saksóknari í Svíþjóð kvartar undan barnaskapnum sem eigi sér stað í öllu kerfinu, þar sem hagsmunum venjulegs heiðarlegs fólks sé ekki sinnt á meðan verið sé að vernda glæpamenn.

Við þurfum að gæta þess að gera ekki það sama og Svíar og það er  þegar nóg komið og það fyrir löngu.

One Comment on “Svíþjóð orðin paradís glæpagengja”

  1. Jón Magnússon, ég er algjörlega sammála þessum pisli þínum!
    Enn vandamálið er að þetta MUN koma til Íslands og fólk eins og við munum þurfa að lifa við það að fá yfir okkur rasistastimpil fyrir að vera skynsamir í skoðunum á innflutningi á flóttamönnum, svo er annað sem vantar í umræðuna og það er hvað eru flóttamenn og hvað ekki?
    Hverjir bera til dæmis ábyrgð á flóttamannastrauminum til Evrópu frá Afríku, getur verið að Arabíska vorið hafi verið uppþot BNA til að rústa þessum löndum til að komast yfir auðlindir og völd í þessum samfélögum eins og þeir eru búnir að gera um allan heim í skjóli UN, NATO og annara lepphópa þeirra?

    Mér þætti gaman að heyra rök þessara svokölluðu stjórnmála sérfræðinga á því af hverju BNA er að moka vopnum og peningum inn í Úkraínu?
    er það vegna þess að þeir eru rauði krossinn eða móðir Teresa?
    Nei þeir eru löngu búnir að taka yfir auðlindir Úkraínu, olíu gull og önnur verðmæti!

    Það mætt svo sem spyrja sömu sérfræðingana af hverju Bandaríski herinn fór svona auðveldlega í burtu af Reykjanesinu 2004?
    Ég tel líklegt að aulindir Íslands (fiskur og hrein raforka) séu ekki eins verðmætar og auðlindir Írak, Afganistan, Líbíu eða Úkraínu!
    Ísland er ekkert annað enn lendingarpallur BNA í þeirra stríðs braski. Við létum að hendi okkar sjálfstæði í utanríkismálum þegar við gengum BNA á hönd með ingönguni í NATO árásarbandalagið 1949 þegar kaninn var að starta kaldastríðinu ásamt Sovétríkjunum.

Skildu eftir skilaboð