Noregur: Translæknir sviptur leyfinu eftir fúsk með börn

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Transmál2 Comments

Þekktasti transaðgerðarsinni og kynjalæknir Noregs hefur verið sviptur læknisleyfi sínu eftir rannsókn norska Landlæknisembættisins (NHA). Frá þessu greindi miðillinn Reduxx í gær.

Esben Esther Pirelli Benestad, er 73ja ára karl sem upplifir sig sem transgender. Hann hefur talað fyrir hugtakinu „geldingakyn“ og hefur tvisvar sinnum áður verið rannsakaður af NHA fyrir að hunsa reglur um örugga læknismeðferð á ólögráða börnum og ungmennum.

Afturköllun á læknisleyfi Benestad.

Árið 2021 varð hann uppvís að því að hafa gefið unglingi sem framdi síðan sjálfsvíg, kynþroskahamlandi lyf og hormóna. Benestad hefur verið virkur í trans-læknasamtökunum World Professional Association for Transgender Health (WPATH).

Benestad var úrskurðaður „óhæfur til að starfa á ábyrgan hátt vegna verulegs skorts á faglegu innsæi, óábyrgrar athafna og verulegra brota á skyldum.“

Læknirinn á stofu sinni árið 2017.

Í 42ja bls. skýrslu NHA um málið var auðkenni sjúklinga yfirstrikað og því er óljóst hversu ung börnin voru á þeim tíma sem meðferð hófst. Fyrsta rannsókn á starfsháttum hans hófst eftir að hann gaf níu ára gömlum dreng lyf til að stöðva kynþroska hans. Slík meðferð er öðrum orðum nefnd „gelding með lyfjum.“

Hann er talinn hafa nýtt sér frægð sína sem transaktívisti til að ná til barna og ungmenna.

Esben Esther Pirelli Benestad.

2 Comments on “Noregur: Translæknir sviptur leyfinu eftir fúsk með börn”

  1. Það mætti alveg hreynsa til hjá ófaglegum læknum á Íslandi sem giska á sjúkdómsgreiningu og skrifa uppá röng lyf einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki fagþekkingu til að valda starfi sínu, þessir svokölluðu læknar eru út um allt samfélagið og valda meiri skaða en bata því miður.

  2. Sammála Jóni með ófagmennsku margra Íslenskra lækna. Varðandi þetta trans mál þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk, leyfið börnum að vera börn og ekki rugla í þeim með kynferði leyfið þeim a.m.a.k. að ná kynþroska áður en farið er að rugla í þeim með transgender og hvað þetta heitir allt saman.

Skildu eftir skilaboð