Djo­kovic mun ekki láta bólusetja sig – sleppir frekar mótum

frettinErlent1 Comment

Serbneski tenniskapp­inn Novak Djokovic segist ekki vera á móti bólusetningum almennt og hafi verið bólusettur sem barn, en segist aftur á móti ekki ætla að láta sprauta sig með Covid bóluefnunum og hann sé tilbúinn að missa af stórmóti frekar en að undirgangast bólusetningu.

Djokovic segir að ein­stak­ling­ar eigi að hafa frelsi um hvort þeir láti sprauta ein­hverju í sig eða ekki.

Djo­kovic veitti BBC viðtal þar sem hann út­skýr­ir sín sjón­ar­mið en það hefur vakið mikla at­hygli að Djo­kovic er óbólu­sett­ur gegn kór­ónu­veirunni og var honum t.d. vísað frá Ástralíu vegna þess og handtekinn við komuna þangað.

Tenniskappinn segir að lík­ami hans sé einkamál og sem íþróttamaður í heimsklassa hafi hann kosið hingað til að hafna því að bólu­efni við kór­ónu­veirunni sé sprautað í hann. Bólusetning er val og hans mál að ákveða það fyrir sjálfan sig, en um leið segist kappinn hafa skiln­ing á því að alls staðar í heim­in­um sé fólk að reyna að binda endi á heims­far­ald­ur.

Djo­kovic seg­ist vera til­bú­inn að fórna stór­um tenn­is­mót­um eins og Wimbledon sem fram fer í sumar.

Heimild

One Comment on “Djo­kovic mun ekki láta bólusetja sig – sleppir frekar mótum”

  1. Það var enginn heimsfaraldur, annar en lyga og blekkinga faraldur.
    Ég var líka bólusettur sem barn en er samt á móti þeim. Hvað koma bólusetningar málinu við? Þetta er ekki einu sinni bólusetning.

    Ég er byrjaður að lesa nýjusru bók Kennedys. Mæli með henni. Það hefðu ekki margir látið sprauta sig hefðu þeir haft þær upplýsingar sem koma fram í þeirri bók.

Skildu eftir skilaboð