Lögreglustjóri Ottawa segir af sér

frettinErlentLeave a Comment

Lögreglustjórinn í Ottawa, Peter Sloly, hefur sagt af sér vegna vaxandi gagnrýni á störfum lögreglumanna á mótmælum Frelsislestarinnar sem hafa lamað kjarna borgarinnar.

Háttsettur heimildarmaður sem hefur ekki heimild til að tjá sig opinberlega um málið staðfesti fréttirnar í morgun. Brian Lilley, dálkahöfundur Toronto Sun, greindi fyrst frá afsögn Sloly og vitnaði í heimildarmann sem tengist málinu.

Afsögn hans kemur í kjölfar mikillar gagnrýni um að lögreglan hafi verið of mild í garð mótmælenda sem settu upp búðir í miðbæ Ottawa fyrir tæpum þremur vikum í mótmælaskyni við skyldubólusetningar og sóttkví vöruflutningabílstjóra.

Toronto Sun sagði frá.

Skildu eftir skilaboð