Elon Musk líkir Justin Trudeau við Hitler

frettinErlentLeave a Comment

Elon Musk, forstjóri Tesla og ríkasti maður heims, deildi mynd á Twitter af Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og líkir honum við Adolf Hitler.

Á myndinni er Hitler með textanum hættið að líkja mér við Trudeau, ég var með fjárhagsáætlun.

Musk birti myndina sem svar við grein á fréttasíðunni CoinDesk þar sem greint er frá skipun Trudeau um að frysta eigi rafmyntareikninga sem tengjast mótmælum flutningabílstjórana.

Með virkjun neyðarlaganna í Kanada verður ríkisstjórninni meðala annars heimilt að frysta reikninga þeirra sem tengjast ,,hernáminu" eins og Trudeau hefur kallað flutningabílstjórana og almenna borgara sem hafa undanfarnar vikur mótmælt þvingunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar, svo sem skyldubólusetningum.

Musk eyddi síðar myndinni en hann hefur verið einn helsti stuðningsmaður mótmælanna.

Heimild

Skildu eftir skilaboð