Er dómsmálaráðherra sofnaður á vaktinni?

thordis@frettin.isInnlent1 Comment

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum bannaði eldgosið í Meradölum börnum yngri en 12 ára. Eins og við mátti búast krafðist umboðsmaður barna skýringa og lögreglustjórinn hefur svarað.

Eins og við mátti búast vísar lögreglustjóri í 23. grein laga um almannavarnir (2008/82) þar sem fjallað er um valdheimildir á hættustundu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur greinilega viðvarandi hættu vera fyrir börn yngri en 12 ára og er fjallað um hana í svarinu. Þar er sagt frá því að illa klædd börn hafi sést við eldstöðvarnar og að gangan upp að eldgosi sé löng og ströng.

Sumir foreldrar, einkum erlendir, hafi metið aðstæður með öðrum hætti en svokallaðir viðbragðsaðilar, og ekki hlustað á þeirra ráð. Það virðast hafa verið upphaflegu rökin fyrir barnabanninu, en til viðbótar er svo talin hætta á ólofti

Börn eru eins og fullorðnir, þau bregðast við hættu á ofkælingu með því að fara í úlpuna sína. Nánast öll 10 ára börn ganga 12-14 km átakalaust á skemmri tíma en margir fullorðnir. Þau sem eiga erfitt með það setjast öðru hverju niður, borða nestið sitt og safna kröftum. Það er ekki lífshætta í því fólgin fyrir börn að þreytast. Óloftið forðast menn með því að velja gönguleið í hreinu lofti. Það er hægur vandi, nema kannski í langvarandi stillum, sem eru sjaldgæfar, en hægt er að forðast með því að bíða eftir vindi.

Með svipuðum rökum og talin eru upp í svarbréfi lögreglustjóra mætti banna nánast hvað sem er. Útivera í snjó og hálku skapar hættu á falli og beinbrotum, svo ekki sé minnst á fjallgöngur. Það er t.d. torveldara að ganga á Esjuna en upp að eldgosi og nærtækt að banna allt slíkt í framhaldinu. Skilningur Lögreglustjórans á Suðurnesjum á þeirri hættu sem fjallað er um lögum um almannavarnir er með öðrum orðum út í bláinn.

Reyndar er það svo að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur sig hafa heimild til þess að skilgreina þá daga sem honum finnst veður vera leiðinlegt sem hættulega daga og bannar hann þá öllum að fara á fjöll í grennd við eldgos.

Það er áhygguefni að lögreglustjóri á Íslandi skuli bera svo litla virðingu fyrir ferðafrelsi manna sem hér er lýst og augljóslega tímabært að fyrrnefndur umboðsmaður barna láti í sér heyra, svo ekki sé talað um yfirmann lögreglunnar, þ.e. dómsmálaráðherra.

One Comment on “Er dómsmálaráðherra sofnaður á vaktinni?”

Skildu eftir skilaboð