Pólland og NATO segja sprengjuna líklega úkraínska og lent fyrir slysni í Póllandi

thordis@frettin.isErlent, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Leiðtogar Póllands og NATO sögðu að flugskeytin sem drápu tvo manns á pólsku yfirráðasvæði á þriðjudag hafi líklega verið skotið af úkraínskum hersveitum sem voru að verja land sitt gegn árás Rússa og að atvikið virtist vera slys.

Sprengingin varð fyrir utan þorpið Przewodow í austurhluta Póllands, um 6,4 kílómetra vestur frá úkraínsku landamærunum síðdegis á þriðjudag, nokkurn veginn á sama tíma og Rússar hófu sína stærstu flugskeytaárás á úkraínskar borgir í meira en mánuð.

Á miðvikudag sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, á blaðamannafundi að miklar líkur væru á að flugskeytið hafi verið loftvarnarflaug frá Úkraínu og hefði líklega lent í Póllandi fyrir slysni.

„Það er ekkert sem bendir til þess að þetta hafi verið viljandi árás á Pólland. Líklega var þetta rússnesk S-300 eldflaug,“ sagði Duda í tísti fyrr á miðvikudaginn.

Bæði rússneskar og úkraínskar hersveitir hafa notað rússnesk skotfæri í átökunum, þar á meðal S-300 eldflaugakerfið, sem Kyiv hefur notað sem hluta af loftvörnum sínum.

Atvikið í Póllandi varð til þess að sendiherrar frá NATO undir forystu Bandaríkjanna héldu neyðarfund í Brussel á miðvikudag.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði einnig að ekkert benti til þess að atvikið væri afleiðing af vísvitandi árás hvorugra aðila og að úkraínskum hersveitum væri ekki um að kenna sem voru verja land sitt fyrir árásum Rússa.

Heimild: CNN

Skildu eftir skilaboð