Myndband: Rússar ætla að leita uppi Artur og Nazar fyrir aftökur rússneskra stríðsfanga

frettinErlent, Úkraínustríðið8 Comments

Á föstudag birtust á samfélagsmiðlum í Rússlandi myndbönd af aftöku að minnsta kosti tíu rússneskra hermanna.

Rússnesku hermennirnir höfðu verið í felum í kjallara þegar úkraínskir hermenn umkringdu þá og skipuðu þeim að koma út. Samkvæmt ýmsum heimildum og eins og sjá má á myndbandi sem úkraínsku hermennirnir tóku gekk hópur rússneskra hermanna út úr húsinu með hendur upp fyrir höfuð og leggjast síðan á jörðina með andlitið niður. Þegar þetta er að gerast, kemur svartklæddur maður, grunaður um að vera rússneskur hermaður, út úr húsinu, beindi hann byssu að úkraínskum hermönnum og skaut, skömmu síðar stöðvast myndbandið. Líklegt er talið að í lok myndbandsins sjáist í úkraínska hermanninn Andrey Sokol sem hafi særst þegar svartklæddi rússneski hermaðurinn hóf skothríð á úkraínsku hermennina.

Á þessu myndbandi sem líklegast var tekið með dróna má sjá rússnesku hermennina liggjandi á jörðinni og augljóslega verið teknir af lífi þar sem þeim var skipað að leggjast. Mögulega er talið að úkraínsku hermennirnir hafi tekið þá af lífi sem hefnd fyrir skothríð rússneska hermannsins sem talið er að hafi sært Andrey Sokol.

Aftökur stríðsfanga er mjög alvarlegur stríðsglæpur samkvæmt alþjóðalögum. Mannréttindaráð Rússlands sagði aftökurnar hafi átt sér stað í þorpinu Makiivka í Luhansk-héraði í austurhluta Úkraínu, sem úkraínski herinn sagðist hafa náð aftur í síðustu viku.

„Við munum óska eftir viðbrögðum og rannsókn frá alþjóðasamfélaginu,“ sagði Valery Fadeyev, formaður mannréttindaráðsins, á samfélagsmiðlum.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði að að myndböndin væru „nýjar sannanir um fjöldamorð úkraínskra hermanna á óvopnuðum rússneskum stríðsföngum“ og sagði að „hrottalegu morðin á rússnesku stríðsföngunum væru ekki fyrsti og ekki eini stríðsglæpurinn“ sem framinn hefði verið af Úkraínuher.

Rússnesk stjórnvöld sökuðu einnig vestræna bandamenn Úkraínu um að loka augunum fyrir glæpum úkraínska hersins.

Á samfélagsmiðlum í dag hefur komið fram að búið sé að bera kennsl á þá sem myrtu rússnesku hermennina, þeir heita Artur Bortnichuk og Nazar Mihailovsky. Sagt er að Rússar hafi lýst því yfir að þeir verði leitaðir upp og færðir lifandi til Rússlands.

8 Comments on “Myndband: Rússar ætla að leita uppi Artur og Nazar fyrir aftökur rússneskra stríðsfanga”

  1. Já það eru bara englar Rússa megin.Þar hefur engin verið tekin af lífi síðan Ívar grimmi var og hét?

  2. Saga Rússlands er er um krónískt fjöldamorð vegna vænisýki leiðtoga þess. Þetta fólk á all mína samúð en það er ótrúlega óheppið með leiðtoga allt frá því að sögur hófust. Nú síðast Pútín!

  3. Júlíus, mikið hlýtur þú að vera heppinn með þína leiðtoga í BNA, hjá NATO og Íslenku ríkisstjórnini!

  4. Þeir eru sannanlega ekki galla lausir en þeim er ennþá skipt út á fjögra eða átta ára fresti.

  5. Júlíus, það er rétt hjá þér, þeim er skipt út á fjögurra ára fresti fyrir sama fasista spillingar tóbakið

Skildu eftir skilaboð