Transhugmyndafræðin þvælist fyrir Nicolu Sturgeon – en af hverju mega menn ekki skipta um kynþátt?

frettinErlent, Ingibjörg Gísladóttir, Transmál2 Comments

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinar, á í vanda. Breska þingið kom nýlega í veg fyrir að frumvarp Skota um kynrænt sjálfræði yrði að lögum og hefur hún verið neydd til að gangast inn á að nauðgarar fengju ekki inni í kvennafangelsum. Í grein í Spectator 27/1 er spurt hvort hún sé transfób og hleypidómafull og hvort eigi að slaufa henni (sbr. meðferðina á Rowling). Það er karlmaður sem hefur fengið dóm fyrir að nauðga tveim konum og gengur nú undir nafninu Isla Bryson sem veldur Sturgeon vanda. Hann var fyrst fluttur í kvennafangelsi í Stirling en þá varð allt vitlaust og Sturgeon lofaði að hann yrði fluttur þaðan. Skv. BBC er hann kominn í Fangelsi hans hátignar í Edinborg.

Höfundur greinarinnar segir að breytingatillögu við frumvarpið um að dæmdir kynferðisglæpamenn fengju ekki að skrá sig sem konur hafi verið hafnað. Skoska þingið hafi sjálft skapað þetta fáránlega ástand. Honum finnst einnig undarlegt að meginmiðlarnir tali allir um „getnaðarlim hennar“ í umfjöllun um nauðganirnar. Hann langar til að spyrja Sturgeon hvort hún telji að Bryson sé kona (en hugmyndafræðin segi að allir karlar sem segist vera konur séu konur) og ef svo sé af hverju hann/hún fái þá ekki að afplána í kvennafangelsi.

Ilsa Bryson

Julie Bindel er hjartanlega sama þótt einhverjir móðgist

Gamlir feministar munu hafa haft áhrif á breska þingið í þá átt að stöðva frumvarpið. Julie Bindel sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í 40 ár segist í nýlegu viðtali hafa verið kölluð illum nöfnum af Sturgeon. Hún segir að ástæðu þess að konur séu í fangelsi megi oft rekja til ofbeldis karla í bernsku eða æsku og að skýrslur sýni að „transkonur“ séu jafn líklegar til að nauðga og aðrir karlar. Sér sé nákvæmlega sama þótt einhver móðgist af því sem hún segi og segist vona að stjórnmálaferill Sturgeon sé á enda því hún styðji ekki réttindabaráttu kvenna.

Stonewall sér enga vankanta á lögunum

Í fréttatilkynningu frá Stonewall, samtökum Regnbogafólksins er lýst vonbrigðum um að forsætisráðherra Breta hafi hamlað því að skosku lögin um kynrænt sjálfræði gengju í gegn, þeim hefði bara verið ætlað að einfalda transfólki að skipta um kyn samkvæmt lögum. Sagt er að SÞ styðji þau, og að 30 lönd hafi samþykkt þau en ekki er að sjá orð um mögulega misnotkun, þó er nafnið Karen White vel þekkt í Bretlandi, en hann/hún er/var transkona er nauðgaði konum í fangelsi og sýndi af sér aðra ósæmilega hegðun.

Ekki leyfilegt að spá í að skipta um kynþátt

Hugmyndin er að tilfinningin um að tilheyra einhverju kyni af fjölmörgum trompi liffræðina - en af hverju má þá fólk ekki gerast trans-svart eða trans-hvítt? Er Rebecca Tuvel, aðstoðarkennari í heimspeki við skóla í Memphis, BNA skrifaði grein í feminíska blaðið Hypatia vorið 2017 og velti því fyrir sér hvort sumt fólk, eins og Rachel Dolezal sem kynnti sig sem svarta, mætti ekki teljast vera af öðrum kynþætti en uppruni þeirra gæfi til kynna þá varð hún hreinlega fyrir ofsóknum innan háskólasamfélagsins. Mörg hundruð manns skrifuðu undir bréf til að mótmæla skoðunum hennar og ritstjórnin baðst afsökunar á að hafa birt greinina og tók hana úr umferð. Samt var ekkert róttækt við bollaleggingar Rebeccu. Í grein sinni sagði hún m.a. „Mikilvægt er að skilja að ég er ekki að slá því fram að kyn og kynþáttur séu jafngildir þættir. Frekar mun ég reyna að sýna fram á að sömu rökin og færð hafa verið fyrir trans-kynskiptum megi nota til að styðja við trans-kynþáttaskipti.“ Þær bollaleggingar voru tabú.

Getur tjáning á eigin upplifun verið hatursorðræða?

En hvað ef menn upplifa sig sem n***a, valdalausa og undirokaða? Sú spurning kemur óhjákvæmilega upp í tengslum við mál Chelsea Russell frá Liverpool sem var dæmd fyrir hatursorðræðu og þurfti að bera öklaband í átta vikur og borga sektir. Sök hennar? Jú, hún póstaði texta við lag rapparans Snap Dogg (ekki Snoop Dogg) I´m Trippin, á reikningi sínum á Instagram til að minnast vinar síns sem dó í umferðarslysi 13 ára gamall, en þetta hafði verið uppáhaldslagið hans. Svartur fulltrúi innan bresku lögreglunnar ákvað að hvít stúlka mætti ekki pósta texta þar sem orðið n***a kæmi fyrir, það væri hatursorðræða. Chelsea reyndi að útskýra að ungt fólk í verkamannastétt kallaði hvert annað þessu orði, notkun þess hefði ekkert með hatur að gera - en var samt dæmd.

Hvíta verkamannastéttin hefur versta félagslega stöðu allra hópa í Bretlandi (fyrir utan sígauna), bæði hvað varðar skólagöngu og annað. Á 17. og 18. öld þá seldi ríkisstjórnin 300.000 eintök hennar sem þræla til Suðurríkja BNA (lesa má um það í bókinni White Cargo) og hefur leyft að ungar stúlkur sem ekki hafa haft sterkt félagslegt bakland væru hnepptar í kynlífsþrældóm (sjá t.d. bókina Easy Meat). Því er ekki að undra að margir ungir Bretar upplifi sig sem n***a.

Hvar eru rökin fyrir því að menn megi geta löglega skipt um kyn byggt eingöngu á eigin upplifun en upplifi menn sig af öðrum kynþætti en þeim „sem þeim var úthlutað við fæðingu“ þá komi það ekki til greina?

2 Comments on “Transhugmyndafræðin þvælist fyrir Nicolu Sturgeon – en af hverju mega menn ekki skipta um kynþátt?”

  1. ,,Hvar eru rökin fyrir því að menn megi geta löglega skipt um kyn byggt eingöngu á eigin upplifun en upplifi menn sig af öðrum kynþætti en þeim „sem þeim var úthlutað við fæðingu“ þá komi það ekki til greina?“

    Einfalt mál að finna þau: Um leið og svartur maður kynnir sig sem hvítan (en ekki á hinn veginn)
    og byggir það eingöngu á eigin upplifun, munu rökin birtast sem regnbogi á himni.

  2. Það er aldrei talað um rót vandans, spillt peninga kerfi, þar sem einhverjir mafíósar geta prentað peninga og lánað þá síðan með vöxtum. Eins og sagt er “all wars are bankers wars”.

Skildu eftir skilaboð