Hinseginhamfarir og ríkisvaldið

frettinArnar Sverrisson, Kynjamál2 Comments

Eftir Arnar Sverrisson sálfræðing:

Hér er afar athyglisverð frásögn móður um baráttu hennar fyrir "lífi" dóttur sinnar. Sú stutta fékk þá flugu í höfuðið, að hún væri strákur, eftir kynjakennslu í skólanum. Þetta átti sér stað í Kaliforníu.



Viðhorf og vinnubrögð margra, íslenskra kennara, undir forystu stjórnvalda - einkum Katrínar Jakobsdóttur og sálufélaga hennar í VG - eru með sama hætti. Reyndar í heilbrigðiskerfinu líka. Þessi kynjafræði er meira að segja á námsskrá í leikskólum Reykjavíkurborgar. Mannvitsbrekkurnar hjá borginni þeirri leggja nú áherslu á svokallaða regnbogavottun. Þetta er sorglegt og dapurleg lýsing - ekki síst þáttur sálfræðinganna, sem getið er um. Vonandi kemur síðar viðtal við föður stúlkunnar.

Það er margt lærdómsríkt og „eftir bókinni“ í lýsingu þessarar „ljónynjumóður.“ Foreldrar vita fátt um námsefni skólanna og enn þá síður um viðhorf og kennslu einstakra kennara. Lítinn hnokka þekki ég, sem sagði mér frá börnum, sem væru strákar að utan en stelpur að innan. Þessa speki hafði hann eftir bekkjarkennara sínum.

Það er ekki bara svo, að foreldrar séu afskiptir um námsefni barnanna heldur einnig um kennsluna. Í íslenska skólakerfinu liggur t.d. fyrir „Kynungabók“ Katrínar Jakobsdóttur, samin af kvenfrelsunarvinkonum hennar. Sumar þeirra hafa einnig ritað bókaröðina, „Kynjamyndir í skólastarfi“ um sama efni og á sömu kynjafræðilegu forsendum.

Svipaðar kennslubækur eru vitaskuld til í Kaliforníu og ritaðar, eftir því sem ég best veit, án samráðs við foreldra. Það átti greinilega við um söguhetjuna. Þegar hún fór að undrast kynjafræðikennsluna, sótti hún kynjafræðitíma. Athugasemdir voru óvelkomnar. Þar lærði ljónynjan m.a. um kynjarófið. Skóli og sálfræðingar voru beinlínis fjandsamlegir í hinsegintrúboði sínu, fóru á bak við foreldrana og studdu stúlkukindina í brengluninni og kölluðu meira að segja strákanafni, án vitundar foreldra.

Löggjöfin víða á Vesturlöndum styður við sjálfræði unglinga um kyn sitt. Sums staðar er það svo, að fimmtán ára unglingar eru settir á „kynbreytingalyf,“ samkvæmt áliti kynbreytingalækna. Kynbreytingaskurðlækningar í trássi við vilja foreldra eru jafnvel boðnar tveim til þrem árum síðar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur viðrað þá stefnu, að inngripaaldur verði lækkaður niður í tíu ár. En þetta stúlkubarn er vonandi sloppið undan ofbeldi ríkisvaldsins.

2 Comments on “Hinseginhamfarir og ríkisvaldið”

  1. Sjúkur og klikkaður heimur elur af sér sjúk og klikkuð börn.

Skildu eftir skilaboð