Skipstjórinn, Þóra sakborningur og saklaus Logi

frettinPáll Vilhjálmsson, PistlarLeave a Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Logi Bergmann fékk starf. Inngangur fréttar Heimildarinnar er svohljóðandi:

Logi Berg­mann Eiðs­son mun vinna að und­ir­bún­ingi árs­fund­ar Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Rúmt ár er síð­an hann vék úr starfi sem út­varps­mað­ur á K100 í kjöl­far ásak­ana um brot gegn ungri konu.

Þóra Arnórsdóttir fékk starf. Inngangur Heimildarinnar er svohljóðandi:

Þóra hætt­ir í frétta­skýr­inga­þætt­in­um til að taka við öðru starfi ut­an RÚV. Ingólf­ur Bjarni Sig­fús­son tek­ur við sem rit­stjóri fram á vor­ið.

Þóra er sakborningur í lögreglurannsókn. Hún er grunuð um brot í starfi. Logi braut ekki af sér í starf, er ekki sakborningur. Heimildin heggur í Loga en látið er eins og vistaskipti Þóru séu ekki í neinum tengslum við réttarstöðu hennar í sakamáli. Ekki er spurt hvort eðlilegt sé að grunuð um glæp valsi á milli ríkisstofnana eins og þær séu hennar einkaeign.

Páll skipstjóri Steingrímsson er brotaþoli í málinu þar sem Þóra er sakborningur. Skipstjórinn skrifar grein á Vísi um meðvirkni fjölmiðla með sérvöldum. Hann segir það hafa vakið athygli sína að

fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að minna á að hún [Þóra} væri með stöðu sakbornings í máli sem m.a. varðaði stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Sakborningsstaða hennar stafar einnig af öðrum ástæðum enda eru brotaþolar fleiri en einn og hefur hinn brotaþolinn ekkert með stafræna kynferðisbrotið að gera. Ekki nóg með það, heldur liggja fyrir gögn sem sýna ítrekuð samskipti hennar við fárveikan einstakling og hvatningu til að láta sig fá gögn og upplýsingar.

Stutta skýringin á sérmeðferðinni sem Þóra fær er að hún er i blaðamannamafíu sem gefur tóninn um hvernig skal taka á mönnum og málefnum í opinberri umræðu. Kjarni mafíunnar er á tveim miðlum, RÚV og Heimildinni (áður Stundin og Kjarninn).

Í málinu þar sem Páll skipstjóri er brotaþoli eru fimm blaðamenn sakborningar. Þeir koma allir af RÚV og Heimildinni. Fjölmiðlakerfi þar sem grunaðir um glæpi ráða ferðinni er til marks um sjúkt samfélag.

Skildu eftir skilaboð