Forstjóri Alþjóðabankans segir af sér: gagnrýndur fyrir að afneita loftslagsbreytingum

frettinErlent, LoftslagsmálLeave a Comment

David Malpass, bankastjóri Alþjóðabankans, sendi frá sér óvænta tilkynningu um afsögn á miðvikudag. Malpass lætur af störfum í lok júní sem þýðir að hann mun láta af embætti næstum ári áður en venjulegu kjörtímabili hans lýkur.

„Síðustu fjögur ár hafa verið einhver þau merkustu á ferli mínum,“ er haft eftir Malpass í yfirlýsingu  frá Alþjóðabankanum.

„Eftir miklar framfarir og eftir góða umhugsun hef ég ákveðið að takast á við nýjar áskoranir. Þar sem þróunarlönd standa frammi fyrir áður óþekktum vanda, er ég stoltur af því að bankahópurinn hafi brugðist við með hraða, umfangi, nýsköpun og áhrifum,“ bætti hann við.

Gagnrýni og ákall um að víkja

Hinn 66 ára gamli bankastjóri er fyrrum stjórnandi í repúblikanaflokki Bandaríkjanna. Hann var skipaður bankastjóri Alþjóðabankans árið 2019 í forsetatíð Donald Trump.

Han hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna yfirlýsinga hans um loftslagsbreytingar og undanfarna mánuði hefur verið kallað eftir afsögn hans eða brottvikningu.

Malpass var einnig sakaður um að afneita lofstlagskrísunni.

Í september, var Malpass beðinn að bregðast við fullyrðingu Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um að Malpass væri „loftslagsafneitunarsinni“. Malpass neitaði að svara því hvort hann teldi að losun af mannavöldum leiddi til hækkunar á hitastigi jarðar.

Hann svaraði: „Ég er ekki vísindamaður.“

Yfirlýsing Malpass sætti harðri gagnrýni meðal annars af Hvíta húsinu og Svenja Schulze, efnahags- og þróunarráðherra Þýskalands, sem taldi hana „pirrandi“.

Bankastjórinn sagði síðar að hann sæi eftir orðavali sínu.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð