Simmi Vill með Covid og lítil einkenni – segir aðgerðir algjörlega galnar fyrir samfélagið

frettinInnlendar

At­hafna­maðurinn Sig­mar Vil­hjálms­son, eða Simmi Vill eins og hann er gjarnan kallaður, greindist með CO­VID-19 fyrir viku síðan. Simmi greindi fyrst frá þessu á Insta­gram-síðu sinni þar sem hann hefur leyft fylgj­endum sínum að fylgjast með sér í veikindunum. Hann virðist nokkuð hress og kátur og taka veikindunum með jafnaðargeði. Hann sér ekki að um alvarleg veikindi sé að ræða og segist hafa verið með ,,smá kverkaskít, bragð og lyktarleysi."

Simmi skrifaði færslu á facebook síðu sína í gær þar sem hann veltir því fyrir sér  hvort meirihluti þeirra sem eru heima með Covid séu með væg einkenni  og ef svo þá séu aðgerðir yfirvalda algjörlega galnar fyrir samfélagið. Simmi er flokkaður sem grænn, með lítil sem engin einkenni.

Sigmar spyr sig hvaða fjölmiðill ætlar að fara ofan í kjölinn á þessu?

"Það er með öllu óviðunandi að við séum að fá fréttir á hverjum degi með einhverjum fjöldatölum sem skipta nákvæmlega engu máli nú frekar en í almennum kvefpestum fyrir 2 árum síðan," segir Simmi.

Færsluna má lesa hér að neðan.