Simmi Vill – ég fór í meingallaða bólusetningu með blöndu af Janssen og Pfizer

frettinInnlendar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson sem þekkur er undir nafninu Simmi Vill er ekki paránægður með nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar ef marka má nýjustu færslu hans á facebook.

Sigmar segir heilbrigðisráðherra ekki vilja semja við einkaaðila í læknaþjónustu til að losa um stífluna. Landspítalinn vill ekki dreifa álaginu á heilsugæsluna, hvernig sem á því stendur. Líta þeir á að símalækningar, með símtölum í Covid smitaða sé betri þjónusta en það sem Heilsugæslan getur veitt? 

Þá segir Simmi að hann hafi nálgast Covid af miklu æðruleysi sl. 20 mánuði. ,,Ég fór í meingallaða bólusetningu með blöndu af Janssen og Pfizer, en almennt hef ég ekki farið í bólusetningu. Allt átti að vera í lagi. Í dag eru blessunarlega fáir að veikjast alvarlega en samt er verið að grípa til sömu aðgerða og þegar enginn var bólusettur."

Sigmar segir einnig að ef þjóðin hefði staðið sig eins og stjórnvöld í þessum faraldri, þá hefðu fáir hlýtt Víði.  ,,Við höfum öll staðið okkur vel, nú eigum við kröfu á stjórnvöld að girða sig í brók og fara standa sig eins vel og við höfum gert."

Gerum þetta vel og gerum þetta saman.... líka stjórnvöld, segir Sigmar.

Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan.