Hræðslan við fals­frétt­ir, upp­lýs­inga­óreiðu og mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar

frettinPistlar

Auður Ingvarsdóttir sagnfræðingur skrifar (greinin birtist í Morgunblaðinu 16. nóv. )

Fjöl­miðlar halda að okk­ur eins­leitri og flatri sýn á ver­öld­ina. Við sjá­um lítið af and­stæðum sjón­ar­miðum og heiðarlegri umræðu um álita­mál. Áreiðan­lega eiga þeir sem stjórna sam­fé­lags­miðlum eins og face­book, twitter og youtu­be stór­an hlut að máli. Þar á bæ hafa menn búið til mik­inn stórasann­leik um hvernig eigi að koma auga á fals­frétt­ir og mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar. Við aum­ingja óupp­lýsta alþýðan þurf­um auðvitað á því að halda að stóri bróðir hafi vit fyr­ir okk­ur, ann­ars föll­um við um­svifa­laust í gryfju mis­vit­urra fals­vís­inda­manna og áróðurs­manna. Marg­ar frétta­veit­ur hafa komið sér upp svo­nefnd­um „sann­reyn­um“ og virðast áhersl­ur þeirra oft litaðar af póli­tískri skekkju og fylgja sama staðli og face­book. Það er líka vert að hafa í huga að þess­ir svo­kölluðu „sjálf­stæðu sann­próf­un­araðilar staðreynda“ eins og fb þýðir starfs­heiti „fa­kttékk­ar­anna“ yfir á ís­lensku eru ekk­ert sér­stak­lega óháðir. Þeir eru að stór­um hluta kostaðir af sam­fé­lags­miðlum eins og face­book og hags­muna­öfl­um eins og lyfja­fyr­ir­tækj­um (1 ) þannig að sjálf­stæði þeirra hlýt­ur að orka tví­mæl­is.

Mál­frelsi í húfi

Íslensk­ir fjöl­miðlamenn hafa verið ræki­lega upp­frædd­ir um þenn­an sér­kenni­lega boðskap og lík­legt er að frétta­mennska hafi beðið tjón af þess­ari hug­mynda­fræði vakt­manna tækn­iris­anna. Þannig notaði frétta­kona á Rík­is­út­varp­inu það sem rök­semd gegn sér­fræðing­um sem hafa siglt gegn þess­um meg­in­straumi fjöl­miðla að þeir hefðu „verið staðreyndatékkaðir hálfa leið út af face­book“. (2 ) Ég varð vör við slíkt verklag þegar ég sendi grein á Vísi.is en fékk það svar að ekki væri hægt að birta grein­ina vegna vegna þess að „heim­ild­irn­ar væru frek­ar ótrú­verðugar“. Við nán­ari eft­ir­grennsl­an sendi blaðamaður­inn mér eft­ir­far­andi svar:

Ég var nú aðallega að tala um dr. Bridle og Hart-Group. Við fund­um mjög fljótt grein­ar þar sem verið er að benda á að um­mæli Bridles um Covid-19 stæðust ekki skoðun.

Hér er til dæm­is ein grein frá AP um rang­mæli Bridles.

htt­ps://​ap­news.com/​article/​fact-check­ing-377989296609

Hart-Group, sem telst nú seint stór sam­tök lækna, hef­ur sömu­leiðis verið gagn­rýnd fyr­ir að fara með rangt mál.

htt­ps://​www.theti­mes.co.uk/​article/​scient­ists-condemn-report-qu­esti­on­ing-role-of-vacc­ine-in-second-wave-de­aths-75rltw3qg (3 ) Það þykir því sjálfsagt að hafna fram­lagi vís­inda­manna og lækna vegna þess að þeir hafi orðið upp­vís­ir að „rang­mæli“ eða „farið með rangt mál“ að mati stóra­bróðurapparats­ins. (4 ) Auðvitað er sjálfsagt að leita upp­lýs­inga um sann­indi frétta eins og góðir frétta­menn hafa alltaf gert. En þegar staðreyndatékkið er notað á þenn­an hátt er það ákaf­leg ógeðfellt fyr­ir­bæri og virðist vera leyfð skoðanakúg­un og þögg­un.

„Hinir sjálf­stæðu sann­próf­un­araðilar staðreynda“

Það er upp­lýs­andi að sjá eft­ir hvaða línu þess­ir staðreynda­vakt­menn vinna. Það kom glöggt fram á málþingi um fals­frétt­ir sem haldið var hér á landi á veg­um fjöl­miðlanefnd­ar. Þar var m.a. viðtal við Mari­anne Nera­al verk­efna­stjóra hjá face­book á Norður­lönd­um. Hún tók þar dæmi um efni sem þau taka út til þess „að vernda neyt­end­ur“ því það „ógn­ar heilsu þeirra og líðan“, þar á meðal var „skaðlegt efni um covid-19“. Á þeim lista var m.a. „að covid-19 sé ekki hættu­legt og bólu­efni virki ekki“. ( 5 ) Það er at­hygl­is­vert hve mik­il áhersla er lögð á covid-19 og bólu­efni. Þannig má t.d. ekki eft­ir staðli sam­fé­lags­miðla tala um að hægt sé að not­ast við lyf eins og iver­mect­in. Umræða um skaðleg­ar auka­verk­an­ir covidbólu­efn­anna er líka klár­lega tal­in ógna ör­yggi neyt­enda. Það er sömu­leiðis talið óæski­legt að verið sé að tala um nátt­úru­legt ónæmi eft­ir covidsýk­ingu eða óþarfa þess að bólu­setja börn. Þess­ir vakt­menn staðreynd­anna hafa iðulega litla sem enga sérþekk­ingu á slíku efni held­ur fylgja þar meg­in­stöðlum sam­fé­lags­miðlanna af sam­visku­semi. Fjöl­marg­ir vís­inda­menn og sér­fræðing­ar og fjöl­miðlamenn hafa fengið að kenna á slíkri rit­skoðun­ar­áráttu. (6 ) Þó að þeir lendi í þögg­un­ar­ma­skínu staðreyndatékk­ar­anna seg­ir það ná­kvæm­lega ekk­ert um fram­lag þeirra en vitn­ar frem­ur um dap­ur­legt ástand frjálsra skoðana­skipta.

1) Our Fund­ing – FactCheck.org.

2) Í fréttaþætt­in­um Kveik 5. októ­ber síðastliðinn var kom­ist þannig að orði.

3) Tölvu­póst­ur frá blaðamanni á Vísi frá 22. júlí 2021.

4) Grein þessi birt­ist svo í Morg­un­blaðinu 27. júlí 2021.

5) Málþing á net­inu: Fals­frétt­ir & upp­lýs­inga­óreiða. Fjöl­miðlanefnd – YouTu­be.

6) SCIENCE QUAR­ANT­INED?

Ft. Mart­in Kulldorff, Profess­or of Medic­ine at ar­vard Medical School – YouTu­be.

How the Concept of 'M­is­in­formati­on' Has Been Wea­ponised to Supp­ress Dis­sent­ing Viewpo­ints – by Dav­id Thund­er – THE FREEDOM BLOG (su­bstack.com)