Einar Þorsteinsson hefur sagt upp störfum hjá RÚV

frettinInnlendarLeave a Comment

Einar Þor­steins­son frétta­maður á RÚV og einn stjórn­enda Kast­ljóss hefur ákveðið að láta af störfum hjá RÚV en hann greindi frá ákvörðun sinni í skila­boðum til starfs­manna RÚV fyrr í dag.

„Ég hef ákveðið að þiggja starf sem mér bauðst fyrir skömmu. Þetta er erfið ákvörðun því frétta­stofan er mitt annað heim­ili og það er erfitt að kveðja ykkur vini mína. Ég get því miður ekki sagt ykkur strax frá því hvert ég er að fara en það skýrist fljót­lega. En ég hætti sem sagt í dag. Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskap­lega og ég vona að ykkur gangi vel í bar­átt­unn­i,“ segir hann í skila­boð­un­um.

Bald­vin Þór nýr rit­stjóri Kast­ljóss

Nokkrar vend­ingar hafa átt sér stað í starfs­manna­málum á RÚV að und­an­förnu en Kjarn­inn greindi frá því á Þor­láks­messu að Bald­vin Þór Bergs­­son myndi láta af störfum sem dag­­skrár­­stjóri Rásar tvö og núm­iðla RÚV um ára­­mót og taka við starfi rit­­stjóra nýs Kast­­ljóss. Sam­hliða myndi hann áfram leiða verk­efnið „nýr ruv.is“ og móta til­­lögur að fram­­tíð­­ar­­fyr­ir­komu­lagi vefrit­­stjórnar rík­­is­mið­ils­ins.

Baldvin Þór Bergsson

Í byrjun nóv­em­ber greindi Rakel Þor­bergs­dóttir frá því að hún hefði ákveðið að láta af störfum sem frétta­­stjóri RÚV. Rakel hafði gegnt starf­inu frá því í apríl 2014 og í heild starfað í 22 ár á frétta­­stofum RÚV.

Í til­kynn­ingu RÚV um málið sagði að starf frétta­­stjóra yrði aug­lýst laust til umsóknar fljót­­lega á nýju ári. Heiðar Örn Sig­­ur­finns­­son vara­f­rétta­­stjóri myndi gegna starfi frétta­­stjóra frá því að Rakel léti af störfum um ára­­mótin og þar til nýr frétta­­stjóri hefði verið ráð­inn.

Kjarninn greindi frá.

Skildu eftir skilaboð