2000 flutningabílstjórar á leið til Washington D.C. – ríkisstjórnin sendir þjóðvarðaliða

ThordisErlentLeave a Comment

Að hætti Kanadamanna, ætla flutningabílstjórar víðsvegar um Bandaríkin að safnast saman fyrir utan Washington, D.C., í næstu viku.

Í New Jersey og Pennsylvaníu hafa íbúar og fyrirtækjaeigendur skipulagt sig í gegnum fjölda Facebook hópa til að safna meðal annars yfirhöfnum, matvörum og jafnvel bókum fyrir bílstjóra sem segjast ætla að mótmæla í höfuðborginni í langan tíma.

Í Kanada voru bílstjórarnir að mótmæla skydubóluestningum fyrir flutningabílstjóra sem koma inn í landið frá Bandaríkjunum. (Mótmælin urðu síðar víðtækari þar sem öðrum takmörkunum var einnig mótmælt).

Ein af sameiginlegum kröfum hópanna er að binda endi á neyðarástandið á landsvísu, sem Donald Trump forseti lýsti fyrst yfir árið 2020 vegna COVID-19. Joe Biden forseti endurnýjaði yfirlýsinguna síðastliðinn föstudag.

Jafnvel í borgum eins og Philadelphiu og New Jersey þar sem hluti takmarkanna hafa verið felldar niður segja stuðningsmenn bílalestarinnar að þeir vilji líka sjá öðrum takmörkunum aflétt og að þær verði ekki endurvaktar með tilkomu nýrra veiruafbrigða.

„Þetta snýst um frelsi,“ sagði Margaret Flynn, eigandi fyrirtækisins J&M Instant Auto Tags & Insurance í Delaware, sem einnig er móttökustaður fyrir framlög til bílstjóranna. „Um það snýst þessi bílalest, því ef maður gefur eftir þumglung, þá munu þeir taka allt."

Bandaríkjastjórn ætlar að senda 700 hundruð óvopnaða þjóðvarðaliða til Washington fyrir komu bílalestanna til borgarinnar.

Heimild

Skildu eftir skilaboð