Þotuferðir Justin Trudeau losuðu 85 tonn af gróðurhúsalofttegundum á einum mánuði

frettinErlentLeave a Comment

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er sá leiðtogi sem einna mest talar um lofstlagsbreytingar og umhverfismál.

Flugferðir Trudeau í júlímánuði losuðu um það bil 85,8 tonn af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Árlegt meðaltal á hvern Kanadabúa er 4,1 tonn.

Blaðamaður hjá National Post reiknaði út að í júlí hafi aðeins verið 11 dagar þar sem Trudeau var ekki á flugi í einkaþotu forsætisráðherraembættisins.

Í 20 ferðum, þar sem tilgangurinn í nánast öll skiptin voru myndatökur eða velvildarheimsóknir, ferðaðist þotan 26.238 kílómetra. Þetta var m.a. 5.500 km flug til að eyða sex klukkustundum við Calgary Stampede og 62 kílómetra hopp milli staðanna Penticton og Kelowna til að forðast umferð á háannatíma.

Allt þetta flug Trudeau var með einkaþotu, CC-144 Challenger, sem er af gerðinni Bombardier og er minnsta tegund a RCAF flugvélum, og er venjulega notuð í VIP-flutninga. Fyrir lengri ferðir flýgur hann á CC-150 Polaris vél.

En samkvæmt tölfræði Bombardier um meðaleldsneytisbrennslu, að jafnvel þótt Challenger vélinni hafi verið flogið með hámarks eldsneytisnýtingu, hefur vélin að lágmarki eytt 33.310 lítrum af Jet A-1 flugvélaeldsneyti.

Það er nokkurn veginn nægilegt eldsneyti til að fylla heilan olíuflutningabíl eða stóra bakgarðslaug. Þó að þotueldsneyti sé ekki hægt að skipta út fyrir bensín er hægt að nota það fyrir díselvélar.

Samkvæmt tölfræði ríkisstjórnar Kanada eyðir kanadískur meðalstór flutningabíll að meðaltali 39,5 lítrum af eldsneyti á hverja 100 kílómetra. Þetta þýðir að ef 33.000 lítrum af eldsneyti Trudeaus hefði verið dælt á vörubíla í stað Challenger-þotu hefði það nægt 32 vörubíla í 2.600 kílómetra akstur.

Heimild: National Post.

Skildu eftir skilaboð