Samkynhneigðir og transfólk deila um meðferðir barna með kynama

thordis@frettin.isInnlent3 Comments

Undanfarna daga og vikur hefur fólk deilt bernskusögum um kynama sinn á samfélagsmiðlum. Allt á þetta fólk það sameiginlegt að vera miðaldra og hafa alist upp fyrir þá tíð er fólk fór að vera með hugmyndir um að bæla kynþroska barna og setja börn í læknisfræðilegt ferli með óafturkræfum afleiðingum.

Danska sjónvarpsstjarnan Nynne Bjerre Christensen er meðal þeirra sem hafa deilt sögu sinni, en hún var alla sína bernsku svokölluð strákastelpa og þráði ekkert heitar en að verða strákur alveg þangað til hún komst yfir kynþroskaskeiðið. En í dag varar hún við kynskiptaðgerðum. Öll sín fullorðinsár hefur hún svo lifað í sátt og samlyndi með líkama sinn og sem kona.

Eftir að það fréttist að eina barnaklínikin fyrir transmeðferðir barna í Bretlandi hafi verið úrskurðuð hættuleg börnum hafa umræður um þessi málefni hérlendis aukist.

Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur deildi færslu á facebook (sjá neðar) um sínar efasemdir á kynskiptiaðgerðum sem náði athygli baráttufólks úr röðum transaktívista eins og t.d. Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, Hans Jónsonar og grunnskólakennarans og leikarans Örnu Magneu Danks. Til snarpra orðaskipta kom er Eldur Ísidór Deville, sem er talsmaður Samtakanna 22 - Hagsmunasamtök Samkynhneigðra, stofnuð fyrr á þessu ári fór að svara ýmsum rangfærslum sem transaktívistarnir lögðu fram. Eldur er andvígur því að börn séu notuð í hugmyndafræðilega tilraunastarfsemi kynjafræðinga.

Hér má lesa færslu Helgu Birgisdóttur og umræður þar undir.


3 Comments on “Samkynhneigðir og transfólk deila um meðferðir barna með kynama”

  1. Ekkert samfélag má láta sjúkt fólk ráða ferðinni, því þá fer illa.

  2. Að maður skuli þurfa að horfa upp á hnignun samfélagsins með þessum hætti eins og það sé eðlilegur hlutur, öfga vinstrið og þeirra hugmyndafræði er hreinn viðbjóður

  3. Nú þegar búið er að koma biblíunni út úr skólum opnast leið fyrir allskonar bölvað bull. Er fólk ekki orðið ansi þreitt á þessu endalausa tali um kynferði kynama hvað sem þetta er kallað. Leyfið börnum að vera börn á meðan þau eru börn, ekki rugla í þeim og bulla um þessi mál. Hvernig væri að byrja á því að hlúa að börnum almennt ala þau upp með góðum gildum, veita þeim hýju og öruggt skjól í stað þess að henda þeim í kerfið með mis góðum úrræðum og mis vönduðu fólki og ferlum, ábyrgðin er foleldra fyrst og fremst, börn eru ekki gæludýr.

Skildu eftir skilaboð