Moderna helsti styrktaraðili Opna bandaríska og notar Billie Jean King í markaðsherferð

frettinErlent, ÍþróttirLeave a Comment

Um það leyti sem líftæknifyrirtækið Moderna er að undirbúa nýja COVID örvunarsprautuherferð í Bandaríkjunum hefur fyrirtækið fengið til liðs við sig fyrrum tennisstjörnuna Billie Jean King, sem er 78 ára, í markaðsherferð fyrir mRNA tæknina sem er notast við í svokölluðum Covid-19 bóluefnum.

Herferð fyrirtækisins hófst nokkrum vikum eftir að bandaríska tennissambandið skrifaði undir eins árs styrktarsamning við Moderna fyrir Opna bandaríska meistaramótið í tennis í ár, sem hefst föstudaginn 29. ágúst. Moderna mun einnig fá auglýsingapláss á Arthur Ashe leikvanginum og stefnir á að dreifa boðskapnum um mRNA-líftæknilyf.

Moderna merkti Billy Jean King í twitter færslu og sagði hana hafa breytt tennisíþróttinni og fyrirtækið væri stolt af því að vera í samstarfi við hana.

Undir færsluna hjá Billie Jean sem einnig deildi tíðindunum skrifar fjöldi manns en mest er þar að sjá skammir og gagnrýni í hennar garð.

Meðal ummæla eru:

„Ímyndið ykkur bara Novak Djokovic, langfrægasta íþróttamanninn á heimsvísu sem fór ekki í COVID sprautu, halda á Opna bandaríska bikarnum, þar sem Moderna, hvers eina framleiðsluvara er COVID-bóluefni, er styrktaraðili í bakgrunni. Það eru engin geimvísindi hvers vegna bandaríska tennissambandið sótti ekki um undanþágu fyrir Djokovic (til að spila á mótinu).“

„Guð minn góður Billie, þetta er ekki í lagi, alls ekki!! Er þetta ástæðan fyrir því að þú hefur ekki tjáð þig um að Novak sé ekki leyft að spila á Opna bandaríska mótinu. Það er ekki seinna vænna að bjarga andlitinu.“

„Opna Moderna mótið kynnt af Billie Jean King.“

Einn bendir síða á það að Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð hafi bannað eða ráðlagt gegn því að ungt fólk fengi Moderna vegna hættunnar á hjartavöðvabólgu.

Twitter færslu Billie Jean og ummælin má skoða hér:


Skildu eftir skilaboð