Jay Leno alvarlega brenndur í andliti eftir eldsvoða í bifreið

thordis@frettin.isErlent, Fræga fólkiðLeave a Comment

Skemmtikrafturinn og bílasafnarinn Jay Leno er á sjúkrahúsi eftir að hafa brennst alvarlega í andliti samkvæmt miðlinum TMZ.

Leno var bílskúrnum sínum í Burbank á laugardag þar sem hann geymir bíla sína þegar eldur kom fyrirvaralaust upp í einni bifreiðinni. Heimildir TMZ segja að eldurinn hafi brennt vinstri hlið andlits hans, en að auga og eyra hafi sloppið að mestu.

Hann var fluttur með sjúkrabíl á brunadeild Grossman Burn Center þar sem hann nú dvelur. TMZ segist ekki hafa upplýsingar um ástand hans en að það sé nógu alvarlegt til að Leno hafi verið lagður inn á sjúkrahús.

Leno hefur aflýst öllum sýningum út vikuna. Hann átti að koma fram á The Financial Brand ráðstefnunni á sunnudaginn, en skipuleggjendur tilkynntu að söku neyðaratviks kæmi hann ekki.

Skildu eftir skilaboð