Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sendi frá sér fréttatilkynningu í gær. Tilefnið er að nefndin hefur sent út bréf til Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta, James Biden bróður Bandaríkjaforseta og Eric Schwerin viðskiptafélaga Biden feðga, þar sem nefndin skorar á þá að leggja fram skjöl og upplýsingar sem tengjast þátttöku Biden forseta í viðskiptum Biden fjölskyldunnar.
Í tilkynningunni segir:
„Hunter Biden, James Biden og Eric Schwerin eru lykilvitni í rannsókn nefndarinnar á þátttöku Joe Biden í alþjóðlegum og innlendum viðskiptum fjölskyldu hans. Sönnunargögn sem aflað hefur verið í rannsókn okkar sýna að Biden fjölskylduviðskiptamódelið er byggt á pólitískum ferli Joe Biden og tengslum. Fjölskyldumeðlimir Biden reyndu að selja aðgang um allan heim, þar á meðal til einstaklinga sem tengdust kínverska kommúnistaflokknum, til að hagnast sjálfir í andstöðu við bandaríska hagsmuni. Ef Biden forseti er ekki hlutlaus vegna samninga við erlenda andstæðinga og þeir hafa áhrif á ákvarðanatöku hans er þetta ógn við þjóðaröryggi.“
„Bandaríska þjóðin á skilið gagnsæi og tekin sé ábyrgð á þeim áhrifum sem Biden fjölskyldan notfært sér. Eftirlitsnefndin er staðráðin í að afhjúpa sóun, svik og misnotkun sem hefur átt sér stað á æðstu stigum ríkisstjórnarinnar. Skjöl, skrár og samskipti Hunter Biden, James Biden og Eric Schwerin eru mikilvæg fyrir þessa rannsókn,“ sagði sagði James Comer formaður nefndarinnar ennfremur.
Eftirlitsnefndin er að rannsaka vitneskju Biden forseta á og hlutverki hans tengdum erlendum viðskiptasamningum fjölskyldu hans til að meta hvort hann hafi teflt þjóðaröryggi í hættu. Að auki mun nefndin skoða lagabreytingar til að styrkja lögbundnar siðareglur opinberra embættismanna og fjölskyldna þeirra. Nefndin mun einnig greina og leggja fram tillögur varðandi alríkislög og reglugerðir til að tryggja að fjármálastofnanir hafi nauðsynlegt innra eftirlit og samræmisáætlanir til að gera alríkisstofnunum viðvart um hugsanlega peningaþvættisstarfsemi.