Lula setur bólusetningu skólabarna sem skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð fátækra fjölskyldna

frettinBólusetningar, Erlent, StjórnmálLeave a Comment

Forseti Brasilíu Lula da Silva hefur lýst því yfir að samkvæmt svonefndri Bolsa Família velferðaráætlun verður þess krafist að fátækir foreldrar sýni fram á bólusetningu barna sinna til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð.

Bolsa Familia er félagslegt kerfi fyrir fátækustu fjölskyldurnar í Brasilu, fjárhagsaðstoð sem þær eiga rétt á. Nú hefur styrkurinn verið skilyrtur við bólusetningar barna. Börnin verða að vera í skóla annars missir móðirinn styrkinn og til að vera í skóla þurfa foreldrar að sýna fram á bólusetningu barnanna.

„Það þarf að bólusetja börnin. Segjum sem svo að þau séu ekki með bólusetningarvottorð. Í því tilviki mun móðirin missa styrkinn,“ sagði Lula í ræðu sinni við vígslu nýrrar deildar í heilsugæslustöð í Benfica, Rio de Janeiro.

„Við getum ekki verið að leika okkar, þetta er spurning um vísindi. Ef ég þarf að taka 10 covid bóluefni, mun ég taka allt sem er nauðsynlegt,“sagði forsetinn.

Ræðu sósíalistans má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð