Melabúðin býður viðskiptavinum upp á pöddur

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Fjölmiðlar, Matvæli3 Comments

Melabúðin býður viðskiptavinum sínum nú upp á að kaupa orma og skordýr í matinn. Þetta kom fram í morgunþættinum „Ísland vaknar“ á útvarpsstöðinni K100 í morgun.

Þangað mætti Pétur Alan Guðmundsson, eigandi Melabúðarinnar, í létt spjall til Ásgeirs Páls og Kristínar Sifjar, sem átu pöddurnar sem hann kom með með sér.

„Fólk er ótrúlega spennt fyrir þessu,“ sagði Pétur og sagði pöddurnar frábæran kost til að minnka kolefnissporið, og mælti með þeim sem partýsnakki eða snarli eftir íþróttaæfingar.

Fjölmiðlamenn virðast öðrum fremur sannfærðir um að pöddur séu mannamatur, en fjölmargar fréttir og greinar þess efnis hafa birst erlendis undanfarin misseri.

Það má alltaf reyna.

3 Comments on “Melabúðin býður viðskiptavinum upp á pöddur”

  1. Stupid idiot, plants need CO2 to live then give us 02 so we can breathe other words oxygen, nú missi ég alveg álitið á Melabúðinni, I had it with those global idiots

  2. Bless melabúð og vertu blessaður Pétur melur.
    World economic forum,Katrín jak, og global young leaders munu máski gefa þér broskall í klæddan og koma og versla við þig,þar sem við erum ekki skynlausar skepnur og sjáum hvert er að stefna og páll melur er augljóslega greindar hamlaður eða verulega illa innrættur.

  3. Sjálf langar mig að prufa 🙂 aðalega til þess að þurfa ekki að éta krabbameinsvaldandi unnin mat frá mönnunum. Sem er með allskonar aukaefnum í..

Skildu eftir skilaboð