Karlar hafna woke-háskólanum

ThordisPáll Vilhjálmsson, Skólamál1 Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Háskólar láta á sjá. Áður voru þeir miðstöð þekkingar og gagnrýnnar hugsunar; núna er í forgrunni hugmyndafræði, hjarðhugsun og þöggun. Bábiljur að kynin séu þrjú, fimm eða seytján og loftslagið sé manngert tröllríða háskólum með tilheyrandi væli um endalok heimsins. Þar sem áður var leit að sannindum ríkir ótti og fáfræði.

Háskólanám sem samvera til að velta sér upp úr eymd og volæði höfðar síður til karla en kvenna. Reðurhafar fá ekki mánaðarveikina þar sem allt er ómögulegt í tíu daga. Armæðufræðin finna frjósamari jarðveg í legberum.

Kvenvæðing menntunar hefst strax í leik- og grunnskóla. Um 90 prósent kennara eru konur. Karlar eru orðnir leiðir á legberum þegar komið er í framhaldsskóla. Þeim fjölgar sem hrýs hugur af ítroðslu hugmyndafræði sem á fátt sameiginlegt veruleikanum. Séu atvinnuhorfur þokkalegar hverfa þeir til starfa eða læra eitthvað hagnýtt, iðn til dæmis.

Fleiri þættir skipta máli um akademískt áhugaleysi karla. Menntun gefur ekki sömu starfsmöguleika og áður. Margrét Pála í Hjallastefnunni gerði fyrir mörgum árum samlíkingu á óhamingjusama mannfræðingnum og gifturíka gröfukallinum.

Hlutfallsfækkun reðurhafa í háskólum hófst um aldamótin. Um svipað leyti náði póstmódernismi ráðandi stöðu i háskólasamfélaginu. Woke er skilgetið afkvæmi.

One Comment on “Karlar hafna woke-háskólanum”

  1. Það er kynsjúkdómur sem hefur verið að leka eins og Lekandi inn í Íslenskt samfélag. Frá hommum, lesbíum og transfólki í USA. Og sum afbrigðileg félagasamtök hafa tekið þessi fræði eins og hinn eina sannleika. Það er vitað að lekandi legst á heila.

Skildu eftir skilaboð