750 þúsund vilja að Tony Blair verði sviptur riddaratign

frettinErlentLeave a Comment

Tæplega 750.000 manns hafa skrifað undir áskorun um að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sviptur riddaratign sinni.

Tony Blair sem nú er Sir Tony Blair, var við völd á árunum 1997 til 2007, var sæmdur raddartign þegar Englandsdrottning veitti nýársheiðursverðlaunin.

Í áskoruninni kemur fram að þáttur Blair í Íraksstríðinu geri hann persónulega ábyrgan fyrir mörgum dauðsföllum og er hann sakaður stríðsglæpi.

Sir Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að Sir Tony hafi unnið fyrir riddaratigninni.

Ráðherra í ríkisstjórninni sagði að það væri hið „eina rétta“ að verðlauna fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefði gert „margt gott“ fyrir Bretland.

1. janúar sl. varð Sir Tony Blair meðlimur í Garter reglunni, elstu og æðstu riddarareglu Englands.

Ákvörðunin um að sæma fyrrum forsætisráðherrann tigninni var persónulegt val drottningarinnar. Núverandi forsætisráðherra, Boris Johnson, hefur ekkert með ákvörðunina að gera en hann er þó undir miklum þrýstingi frá fjölda manns sem vilja að Blair verði sviptur tigninni.

Í undirskriftasöfnuninni sem leikarinn Angus Scott stofnaði á vefsíðunnu change.org segir að Sir Tony hafi „hafi skaðað bæði þjóðina og stjórnarskrá landsins á meðan hann gegndi embættinu.

Undirskriftarsöfnunina má sjá hér.

BBC segir frá.

Skildu eftir skilaboð