Dómstóll endurvekur málsókn gegn Pfizer og AstraZeneca – ásökuð um fjármögnun hryðjuverka í Írak

frettinErlentLeave a Comment

Bandarískur áfrýjunardómstóll hóf á ný sl. þriðjudag málsókn gegn AstraZeneca Plc (AZN.L), Pfizer Inc. (PFE.N) og öðrum lyfjafyrirtækjum vegna ásakana um að samningar þeirra við heilbrigðisráðuneyti Íraks hafi verið nýttir til að fjármagna hryðjuverk sem hafi drepið Bandaríkjamenn í stríðinu þar í landi.

Stefnendur halda því fram að vígahópurinn Jaysh al-Mahdi, styrktur af Hezbollah, hafi stjórnað heilbrigðisráðuneyti Íraks og að 21 bandarísk og evrópsk lyfjafyrirtæki hafi greitt mútugreiðslur til að ná samningunum um sölu á lyfjum og öðrum lækningavörum til Íraks.

Forsvarsmenn fyrirtækjanna  AstraZeneca, GE Healthcare USA Holding, Johnson & Johnson (JNJ.N) Pfizer og Hoffmann-La Roche Inc. hafna ásökunum og sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu:

„Frekari málsmeðferð mun sýna að fyrirtækin bera enga ábyrgð á nokkurn hátt. Málið sem bandaríski áfrýjunardómstóllinn í Washington D.C. endurvakti var höfðað af fjölskyldumeðlimum fórnarlamba árása af hálfu Mahdi hópsins í Írak. Alríkisdómari vísaði málsókninni frá árið 2020.

Lögfræðingurinn Kannon Shanmugam, verjandi lyfjafyrirtækjanna, tjáði sig ekki strax og ekki heldur lögmaður fjölskyldumeðlimanna, Joshua Branson.

Lögfræðingar lyfjafyrirtækjanna sögðu við áfrýjunardómstólinn að þau hafi útvegað íröskum stjórnvöldum „lífsnauðsynlegar brjóstakrabbameinsmeðferðir, dreyrasýkisprautur, ómskoðanir, hjartalínuritvélar og aðrar lækningavörur“ eftir innrás Bandaríkjamanna í Írak þar sem forsetanum Saddam Hussein var steypt af stóli árið 2003.

Shanmugam sagði fyrir dómi í september að úrskurður gegn fyrirtækjum „myndi hafa alvarleg áhrif sem gætu dregið úr vilja fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka til að stunda nauðsynlega starfsemi, oft að beiðni stjórnvalda, á ófriðarsvæðum.

Skildu eftir skilaboð