Frumvarp um bælingarmeðferðir – athugasemdir frá LGB teyminu

frettinInnlent1 Comment

Eldur Ísidór Deville, talsmaður LGB teymisins skrifar.

Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingar á almennum hegningarlögum sem á að gera svokallaðar „bælingarmeðferðir“ (e. conversion therapies) refsiverðar.  
Bælingarmeðferðir eru grimmilegar meðferðir sem samkynhneigt fólk hefur orðið fyrir vegna kynhneigðar sinnar. 

LGB teymið fagnar að slíkt frumvarp sé komið fram á Alþingi en setur þó nokkra fyrirvara um frumvarpið í heild eins og það lítur út í dag.

LGB teymið sinnir hagsmunagæslu fyrir fólk sem laðast að fólki af sama kyni og er eini aðilinn á Íslandi sem einungis vinnur í þágu samkynhneigðra. 

LGB teymið fagnar því að íslensk stjórnvöld hyggist banna svokallaða „bælingarmeðferð á samkynhneigð.“ Hins vegar mun lagasetning sem setur kynvitund og kyntjáningu undir sama hatt  auka áhættuna fyrir ungt fólk sem laðast að fólki af sama kyni. Það er sú hugmynd að börn sem glíma við kynáttunarvanda geti breytt kyni sínu því það hafi fæðst í röngum líkama, og eru því jafnvel hvött til að fara í meðferðir, til að „leiðrétta kyn sitt“ 

Við höfum áhyggjur af því að þessar tillögur geti auðveldlega leitt til þess að tugir og hundruð barna, sem flest myndu vaxa úr grasi sem samkynhneigðir einstaklingar, myndu láta hamla kynþroska sínum með tilraunalyfjum og ýtt undir hormóna- og  læknismeðferðar fyrir lífstíð. 

M.ö.o. þessar tillögur myndu stuðla að, og ekki koma í veg fyrir bælingarmeðferðir á samkynhneigðum.

Við mælum með því að aðskilja kynhneigð og kyntjáningu/kynvitund og taka það síðarnefnda út úr frumvarpinu í heild sinni. Bælingarmeðferðir á transfólki þekkist ekki og ekki er vitað um nein slík tilfelli á Íslandi svo vitað sé. 

Öll löggjöf um bann við „bælingarmeðferð á kynvitund og kyntjáningu mun þurfa meiri tíma og athugun að okkar mati, vegna margra vandamála í kringum þeirrar hliðar frumvarpsins. Til að nefna dæmi, þá er skortur á skýrum skilgreiningum, sterkum sönnunargögnum og mikil áhætta að fyrirhuguð löggjöf gæti valdið fólki alvarlegu tjóni en ella. Það þarf að skoða hugsanlega glufur og loka þeim. 

The Cass Review, (óháð bresk rannsókn sem er í gangi) sem er að rannsaka þessi mál, mun ekki skila niðurstöðum sínum fyrr en seinni hluta 2022. Við teljum að frumvarpið varðandi kyntjáningu og kynvitund þoli alveg þá bið. 

Með hliðsjón af þessum áhyggjum mælum við með því að þingheimur einbeiti sér að því að semja löggjöf sem bannar grimmilegar bælingarmeðferðir á samkynhneigðum og tryggja að hægt sé að innleiða bannið á áhrifaríkan hátt. Þegar um er að ræða kynvitund og kyntjáningu mælum við með taka það fyrir í  sérstöku frumvarpi sem fer í gegnum umsagnarferli og með aðkomu sérfræðinga sem nú þegar hafa það að atvinnu að meðhöndla börn og ungmenni.  

Þó að allar líkamlegar „bælingarmeðferðir“ (þ.e. ofbeldi, líkamlegar refsingar eða sviptingar, nauðganir sem eru framdar í því skyni að leiðrétta kynhneigð fólks eða hvers kyns grimmilegar og þvingandi líkamlegar athafnir sem ætlað er að breyta kynhneigð einstaklings eða kynvitund) séu sem betur fer nú þegar ólöglegar samkvæmt gildandi lögum, gæti fyrirhugað frumvarp varpað ljósi á ólögmæti slíkra athafna. Það getur einnig hjálpað til við að greina hvar úrbóta er þörf.

Þó að við viljum að kynhneigð og kynvitund verði aðskilin í tvö mismunandi frumvörp, viljum við taka það skýrt fram að við erum alfarið á móti öllum tilraunum til að reyna að breyta persónulegri trú eða sjálfsvitund, þar með talið kynvitund, sem felur í sér allt sem er einelti, niðrandi eða niðurlægjandi. Það eru alltaf einhver börn sem munu aldrei hætta þeirri sannfæringu að þau séu trans og þau verða að njóta virðingar og veita þeim umönnun sem gerir þeim kleift að dafna. Það er í þágu þeirra að fá tíma til að upplifa líkama unglingsins. Við erum sammála hinum áberandi baráttumanni fyrir transréttindum Jack Halberstam, sem hefur talað gegn því að flýta meðferðum barna og ungmenna  sem telja sig vera trans.

Teikning eftir Charlotte Bronte

Heimild:  á mín 1:11:52

Sumir segja að ef barn er með kynjavandamál og er viss um að það sé trans manneskja, ættu allar tilraunir til að kanna ástæður þeirra fyrir því að trúa því vera skilgreindar sem „bælingarmeðferð“. Við höfnum þeirri skoðun. Hómófóbía er enn svo útbreidd í samfélagi okkar að mörg LGB ungmenni sitja eftir ringluð og full af skömm og eiga á hættu að sogast inn í að líta á líkama sinn sem einhvern veginn „rangan.“ Við þekkjum af reynslunni að margir unglingar sem eru stimplaðir gömlu merkimiðinum  strákastelpur eða stelpustrákar þurfa tíma til að finna út hvað þeir eru í raun og veru.

Rannsóknir benda til og staðfest er af vaxandi fjölda fólks sem hefur hætt trans meðferðum (e. detransitioners)  – að margir geti verið sannfærðir um að þeir séu af hinu kyninu vegna hómófóbískra foreldra, kynferðisofbeldis í fjölskyldunni eða innbyrðis ótta við að vera talin samkynhneigð. Einhverfurófsröskun og margvísleg geðheilbrigðisvandamál geta einnig spilað stórt hlutverk.  Bann á  meðferðaraðila að kanna hvað er að gerast í huga ungs fólks gæti óviljandi stuðlað að bælingarmeðferð: ungar lesbíur og hommar gætu sannfærst um að þau séu trans þegar þau eru það ekki.

Við teljum að algengasta dæmið um „bælingarmeðferð“ sem nú er stunduð á Íslandi og á vesturlöndum séu einmitt útbreiddar ávísanir á kynþroskahamlandi lyf  til handa  unglingum sem segjast vera af hinu kyninu. Þetta er að okkar mati lóbótómía 21. aldarinnar.

Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir við transteymi BUGL og einnig eftir erindi til Umboðsmanns barna hefur okkur ekki borist íslensk tölfræði sem hægt er að nota með góðu móti. Þess vegna ætla ég að styðjast við tölfræði frá Bretlandi til stuðnings, en heildarmyndin er sambærileg yfir vesturlönd. 

Um 74% unglinga sem vísað er á Tavistock GIDS heilsugæslustöðina eru stúlkur. Aðeins 8,5% þessara stúlkna segjast eingöngu laðast að drengjum: næstum 70% laðast eingöngu að öðrum stúlkum og yfir 20% af báðum kynjum. Með öðrum orðum, langflestir eru lesbíur eða tvíkynhneigðir.

Heimild: 

Rannsóknir sýna að 85% barna sem ekki eru sett á lyf vaxa úr kynáttunarvanda sínum og verða sátt við líkama sinn og vilja ekki lengur breyta honum.

Heimild: Cantor, J. (2016) “Do trans kids stay trans when they grow up?”SexologyToday 

Af þeim sem fá kynþroskahamlandi lyfjum ávísað fara 98% á kynhormón. Heimild: 

Það sem oft er nefnt „kynstaðfestandi heilbrigðisþjónusta“ (e. gender affirming health care)  (kynþroskablokkar, kynhormón og skurðaðgerðir) eru líkleg til að  valda því að viðkomandi geti orðið kynferðislega dofinn (e. sexually naive) og búi við skerta kyngetu, kynhvöt og ófrjósemi til frambúðar. 

Heimild: 

Skoðum þetta dæmi

Ef 14 ára stúlka sem vísað er til transteymis (e. Gender clinic) segist vera viss um að hún sé strákur, hvað á þá siðfræðilegur sálfræðingur að segja? Samkvæmt tillögunum munu sálfræðingar vera hræddir við að spyrja könnunarspurninga. Af ótta við ákæru geta þeir staðfest deili á stúlkunni sem dreng án þess að kanna öll önnur mál sem geta skipt máli (innri hómófóbíu, einhverfurófsröskun, fyrri áföll, þunglyndi, kvíða, átröskun o.s.frv.).

Sumir meðferðaraðilar eins og t.d. félagsfræðingar, sálfræðingar eða aðrir heilbrigðisstarfmenn geta alfarið neitað að hitta slíka skjólstæðinga, af ótta við að komast í kast við lögin, missa starfsréttindi og jafnvel vera dæmt til refsivistar.  Sá ótti fagaðila mun eðlilega  biðtíma eftir meðferðarúrræðum og skilur þetta viðkvæma unga fólk eftir án stuðnings og liðveislu. 

Um trúarbrögð:

Okkur finnst viðurstyggilegt að sum trúarbrögð flokka samkynhneigð sem synduga og reyna því að „lækna“ fólk af henni. Það er niðurdrepandi að sumt fullorðið fólk finnur fyrir vanlíðan vegna samkynhneigðar sinnar og leitar trúarhjálpar vegna hennar. Hins vegar teljum við ekki að það sé hlutverk ríkisins að segja að sumar trúarskoðanir séu gildar og aðrar ógildar, eða að sumir trúarsiðir séu ásættanlegir og aðrir óviðunandi. Fólk á að vera frjálst að sækja í trúfélög þegar það telur sig þurfa á því að halda.

Það er fjöldi sönnunargagna, sem ná áratugi aftur í tímann, til að sýna fram á að bælingarmeðferð við samkynhneigð sé grimm og enn fremur algjörlega árangurslaus. Þrátt fyrir að flestir hugsi um meðferðir sem gerðar voru og hættu líklega  fyrir um 50 árum, þá eru eflaust grimmileg vinnubrögð í gangi í dag, aðallega í trúarlegum aðstæðum, og ef stjórnvöld geta lokað þessum glufum myndum við að sjálfsögðu fagna því. En til þess þarf að vanda til verka og ekki skerða trúfrelsi borgarana á sama tíma. 

Við erum undrandi og höfum  áhyggjur af því að þingmenn leitast við að semja lög um tvö mjög ólík málefni, kynhneigð og kynvitund, á sama tíma. Innleiðing á banni við bælingarmeðferðum á samkynhneigðum myndi hljóta almennan stuðnings almennings, en vegna skorts á skilgreining-um um hvað telst bælingarmeðferð á kynvitund og kyntjáningu mun það vekja upp ótta og óhug á meðal heilbrigðisstarfsmanna  sem annars sinnir börnum með aðra undirliggjandi geðrænar raskanir og trauma. Óvönduð löggjöf myndi því hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir mörg börn sem glíma við ýmis margvísleg önnur  geðræn vandamál samhliða kynáttunarvanda.  

Einnig má benda á það að tilvist kynvitundar er í raun trúarlegs eðlis. Undirritaður er t.d. ekki með kynvitund. Ég er líkami minn, og ég er samkynhneigður karlmaður.

Að vera „kynvitundarefins“ (e. Gender critical) er lögvernduð skoðun í Bretlandi eftir mál Mayu Forstater sem sumir kannski kannast við. Kyn mannkyns eru tvö, og mjög fáir fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Þau ódæmigerð einkenni breyta hins vegar ekki þeirri staðreynd að kynin séu einungis tvö.

Fólk á auðvitað að njóta fullra mannréttinda alveg óháð því hvernig það tjáir kyn sitt. Það er enginn ágreiningur um það. Hins vegar fór þingið offorsi þegar það samþykkti lög um kynrænt sjálfræði sem gerir fólki kleift að breyta kynskráningu sinni án nokkurra varnagla. Lögin hafa því skert ýmisleg kynbundin réttindi kvenna og barna til t.d. friðhelgis í viðkvæmum aðstæðum og athöfnum. 

LGB teymið hvetur Alþingi til að taka þau lög aftur til endurskoðunar og að þingið leitist um að þjóðfélagsleg umræða fari fram um áhrif þeirra laga á samfélagið.

 

 

 

One Comment on “Frumvarp um bælingarmeðferðir – athugasemdir frá LGB teyminu”

  1. Loksins einhver sem þorir að tala um þessi mál…flott hjá ykkur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.