Dómstóll á Ítalíu fyrirskipar rannsókn á mRNA bóluefnunum frá Pfizer og Moderna

frettinErlentLeave a Comment

Ítalskur dómstóll hefur fyrirskipað rannsókn á Covid mRNA bóluefnum eftir að karlmaður kvartaði yfir því að hann þyrfti að láta bólusetja sig til að geta sinnt starfi sínu, samkvæmt fréttum laugardaginn 30. júlí.

Eftir að kvörtun barst frá manninum fyrirskipaði dómstóllinn í Pesaro á Ítalíu rannsókn á (mRNA bóluefnum frá Moderna og Pfizer/BioNTech til að greina innihald þeirra.

Samkvæmt Nicolettu Morante lögfræðingi mannsins mun rannsóknin á Covid bóluefninu fara fram í september, eins og greint var frá á miðlinum BFMTV.

Maðurinn sem er fimmtugur og hafði þegar fengið Covid og jafnað sig af veikindunum, starfaði hjá menntastofnun á Ítalíu, en skyldubólusetning er í öllum menntastofnunum landsins.

Hins vegar var honum vikið úr starfi vegna „vanefnda“ eftir að hafa neitað að fara í Covid sprautur, að sögn Morante.

Stefnandi gerir kröfu um staðfestingu á því „hvort bólusetning á fólki sem læknast hefur af sjúkdómnum samræmist læknavísindunum.“ Stefnandi krefst þess einnig að vita „hvaða prótein eru til staðar í bóluefninu og hvort þau innihaldi hjálparefni til annarra nota eða séu hættuleg heilsunni,“ segir í samantekt stefnunnar.

Morante lagði farm álit óháðs veirufræðings, sem taldi að „mRNA bóluefni veiti ekki þá vernd sem þeim er ætlað að gera.“

Veirufræðingurinn, Dr Raffaele Ansovini, lagði fram skriflegan vitnisburð í málinu þar sem segir að mRNA bóluefni „hafi ekki þá virkni sem yfirlýst er“ og ónæmissvörunin sem þau veita „er ekki árangursrík.“

Lögfræðingur Nicoletta Morante þakkaði veirufræðingnum fyrir ráðleggingar hans og skoðanir sem hjálpuðu til við að fá þennan sögulega dómsúrskurð.

„Þökk sé ráðleggingum Dr. Raffaele Ansovini. Stefnandinn, sem þegar hefur læknast af Covid, hefur með óréttmætum hætti (eða svo teljum við) verið vikið úr starfi og ferðafrelsi hans verið takmarkað, auk þess sem hann hefur verið beittur stjórnsýsluviðurlögum fyrir brot á bólusetningarskyldu, og hann hefur lýst yfir áhyggjum sínum af mRNA bóluefnum, og spurt hvort það samræmist góðum læknavísindum að bólusetja þá sem hafa læknast af viðkomandi sjúkdómi,“ sagði lögfræðingurinn.

Euroweeklynews.

Skildu eftir skilaboð