Alzheimer síðustu 40 árin

frettinInnlendar2 Comments

Eftir Pálma Stefánsson, efnaverkfræðing.

 „Lífsstílssjúkdómurinn alzheimer hrjáir íbúa iðnríkja og stefnir í að verða ein aðaldánarorsökin ásamt krabbameini en var óþekktur fyrir árið 1905.“

Fyrir um 40 árum kom grein í svissnesku blaði eftir Albert Wettstein um þennan voðalega sjúkdóm þar í landi, sem gerir fólk ófært um að hugsa um sig sjálft vegna minnistaps. Það var læknirinn Alois Alzheimer sem árið 1906 krufði 51 árs mann og greindi þennan heilasjúkdóm í breyttum heilafrumum sem hrjáir íbúa iðnríkja. Strax 1983 var hann orðinn ein helsta dánarorsökin og eitt helsta heilbrigðisvandamálið. Ekki var kunnugt um ástæður og engar lækningar kunnar. Þá var talið að 4% allra yfir 64 ára fengu sjúkdóminn og svo 11% fengju vægari heilabilun. Þá var talið að á 10 árum eftir greiningu yrði andleg starfsemi algerlega tæmd og lífslíkur helmingaðar.

Faraldsrannsóknir sýndu þá að 3% allra yfir 65 ára fengu alzheimer auk 8% systkina og barna alzheimersjúklinga. Þá naut kólín-kenningin, um að kólíngen í heilafrumunum skemmdist og ylli frumudauða í heilanum, hylli vísindamanna. Því var kólín og lesitín gefið til að örva acetýlkólín í heila sem skorti. Þetta líktist dópamínskorti hjá parkinsonsjúklingum. Krónískar áleitranir höfðu líka valdið sjúkdómi sem líkist alzheimer en meiri styrkur áls fannst hjá alzheimersjúklingum auk meira af kalíum og járni í heila. Því var álitið að erfðir ættu einhvern þátt í þessu ferli.

Og hver er staðan í dag? Eitthvað er vitað meira um breytingarnar í heilafrumunum. Beta-amýlóíð myndast sem eitruð prótín (amýlóíðkenningin) og er talið eiga erfðalegan uppruna, þótt þau finnist líka í heilbrigðum og börnum. Í BNA er talið að þriðja hver kona og tveir hverra þriggja karla muni fá alzheimer og deyja úr honum á 6-8 árum.

Finnsk faraldsfræðileg rannsókn 1.260 manna (FINGER) sýndi samhengi milli fæðu, blóðrásar og hreyfingar. Michael Nehls, læknir, skrifaði bókina „Alzheimer ist heilbar“ sem kom út 2017. Hann telur alzheimer skýrast að 99% af fæðuvali og sé um þriðjungur allra elliglapa, 1% sé vegna stökkbreyttra gena. Dýr fái ekki sjúkdóminn. Mýs sem erfiðlega tókst að gera veikar, urðu heilbrigðar er þær fengu hlaupahringekjuhjól í búrið sitt!

Þessi lífsstílskvilli hefur verið þekktur í vel yfir hundrað ár en er nær óþekktur á Okinava, þar sem flestir þeir langlífustu fyrirfinnast svo aldur er varla aðalástæðan. Í bókinni „Orthomolecular Medicine for Everyone“ frá 2008 eru höfundar á því að um króníska vannæringu sé að ræða (eins og raunar dr. Nehls líka). Þeir leggja áherslu á nóg af B12, kólíni, andoxunarefnum, C-vítamíni og amínósýrunni týrósíni og steinefnum fyrir 50 ára aldur.

Að lokum segir Archie H. Scott í bók sinni „The DMSO Handbook for Doctors“ 2013 að snúa megi alzheimer við ef byrjað er nógu semma eða lyfið bara tekið inn í forvarnarskyni, og losna megi þá alveg við að fá alzheimerkvillann. DMSO er undra- og náttúrulyf sem virkar gegn rótum mikils fjölda sjúkdóma (fjölvirkt) en ekki unnt að taka einkaleyfi á eða fá viðurkennt! Hér stendur á bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) í Bandaríkjunum. Benda má á að túrmerik og bætiefnið MSM hefur suma eiginleika DMSO sem er bæði bólgu- og verkjastillandi.

Greinin er birt með leyfi höfundar og birtist fyrst í Morgunblaðinu 23.07.2022.

2 Comments on “Alzheimer síðustu 40 árin”

Skildu eftir skilaboð