Suður-afríska leikkonan Charlbi Dean látin eftir óvænt og skyndileg veikindi í New York

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Suður-afríska fyrirsætan og leikkonan Charlbi Dean lést skyndilega í New York á mánudag, 32 ára gömul. Dánarorsök liggur ekki fyrir en talsmenn hennar segja hana hafa látist á spítala í borginni eftir skyndileg og óvænt veikindi.

Charlbi fór með hlutverk í kvikmyndinni Triangle of Sadness, ásamt stórleikurum á borð við Woody Harrelson og hlaut myndin verðlaun á Cannes hátíðinni í maí og er væntanleg í kvikmyndahús í október.

Hún lék einnig í kvikmyndunum Death Race 3: Inferno, Blood in the Water, Don‘t Sleep og Porthol og í þáttaröðinni Black Lightning.

Charlbi var einnig fyrirsæta og prýddi forsíður tímaritana GQ og Elle.

BBC.

Skildu eftir skilaboð